fimmtudagur, október 24, 2013

Við skrifborðið

Það er ekki bara mannfólkið sem hrýtur ónei það gera hvolpar líka. Tryggur kallinn sem óðfluga er að verða partur af mynstrinu okkar hrýtur hér við fætur mér eins og honum sé borgað stórbein fyrir það.
Þessi hundur kemur ótrúlega vel út og lofar góðu fyrir veiðarnar. Duglegur að læra og er mjög hlýðinn. Það fer honum vel að bera nafnið Tryggur því hann ber það með rentu, hann trúir því að hans mesta happ í lífinu sé við. Hann var fljótur að finna sér sess í þessari hjörð, lægst í þrepinu því hann hlýðir öllum, meira að segja minnstu afabörnin fá að ráða.
Það var skondið að sjá Andra Ísak vera að skipa honum fyrir og hvuttann hlýða orða-eða vofflaust.

Hér virðist vera að koma vetur, allavega var snjóföl yfir í morgun og rétt að fara að huga að vetrardekkjum. Það getur verið dýrt spaug að bíða of lengi með það svo ég ætla að fara á stúfana í dag og finna dekk undir bensó og grænu þrumuna hennar Hrundar. Það er ódýr forvörn ef út í það er farið að vera vel skóaður í snjónum.

Njótið dagsins.