sunnudagur, ágúst 29, 2004

Hver er munurinn?

Ég fékk athyglisverða spurningu frá efnilegum ungum manni um daginn.
Sá var að velta fyrir sér kirkjumálum. Spurningin var þessi: Hver er munurinn á gulli Kaþólsku kirkjunnar á miðöldum og öllum flottu græjunum sem safnast upp í kirkjunum í dag og hvort er Guði þekkara?

Það má finna ýmis svör, ef vel er að gáð...?

Áttu svar fyrir hann?

2 ummæli:

Kletturinn sagði...

Munurinn er augljós. Það kemur mikið skemmtilegra hljóð og mikið fallegri mynd af græjum nútímans. Þessi hljóð og þessar myndir fela oft á tíðum í sér mikið meiri lofgjörð til Guðs en nokkurn tímann var hægt að ná fram með að berja saman gullklumpum í gamla daga. Þess vegna hljóta græjurnar að hafa vinninginn yfir gullið í samkeppninni um hamingju Guðs.

Heidar sagði...

Ég skal nú játa að mér finnst spurningin miklu fremur sorgleg en athyglisverð og efast ekki um að þú hefur getað kippt þessum unga efnilega manni inn í jákvæðari þankagang (veit að stundum segir maður eitthvað sem ekki ristir djúpt og kannski var það svo í þessu tilfelli).

Það sem dregur okkur niður andlega eru t.d. viðhorf eins og þessi spurning endurspeglar. Horft er í kringum sig með neikvæðu hugarfari og fundið að flestu. Oft er rótin sú að eitthvað hefur gerst sem viðkomandi líkar ekki og þá er allt ónýtt. Horft er á hið jarðneska og því "leyft" að skyggja á "allt" hið góða sem er að gerast (í kirkjunum) og í verstu tilfellum á Guð.

Auðsöfnun Kaþólsku kirkjunnar snérist um völd og auðsöfnun manna. Græjurnar eru til að lofa Drottinn og útbreiða fagnaðarerindið. Mér dettur í hug texti sem Cliff Richard söng: "Why should the devil have all the good music" og spyr: "Why should the devil have all the good instruments"?

Svarið við spurningunni er því: Það er ekki hægt að líkja þessu tvennu saman !