miðvikudagur, maí 11, 2005

Komst á öxlina í dag...

Sé orðið glitta í toppinn, markmiðið færist nær. Annað skólaárið endaði í dag með munnlegum málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðdragandinn með prófunum er orðinn nokkuð langur tími og strangur, vinnan hefur verið í tarnadeildinni. Okkur gekk vel, eigum þó eftir að hlýða á dómsuppsögu á föstudaginn.
Þetta er svolítið skrítið, allt í einu er áfanganum náð. Einkunnir gefa tilefni til að fagna, þarf allavega ekki að lesa meira fyrr en næsta haust. Þetta er eins og að lenda allt í einu hlémegin eftir að hafa klifrað í vindinum um lengri tíma. Maður sest niður hallar aftur höfðinu, og hlustar á lognið, og kemst að því að það er gott, áfangasigur í höfn. Þreyttur en ánægður.
Það eru forréttindi að fá að mennta sig.

Svo þarf nú að bretta upp ermarnar og gera allt sem setið hefur á hakanum undanfarnar vikurnar – ekki samt í dag.

Gerum eitthvað skemmtilegt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ok, til er ég, hvað eigum við að gera skemmtilegt? Annars, til hamingju með að vera búinn með prófin og verkefnið og það var glæsilegt hjá þér að standast öll prófin. Það var vitað fyrirfram að önnin yrði strembin og mikið fall á henni í fyrra. Þannnig að þetta er gott mál og gaman að vera búin að fá þig aftur og njóta samverunnar við þig. Ég er stolt af þér. LU

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Erling minn .
Ég er stolt af þér .Njóttu lífsins ,til þess er það.k.kv Ella

Nafnlaus sagði...

Ég hef alltaf sagt að þú værir snillingur - allavega eftir að ég komst af unglingsárunum... enda með ólíkindum hvað þú hefur þroskast síðan ég var 14 ;-Þ
Til hamingju með að vera kominn út - allavega á skilorði til haustsins!