laugardagur, apríl 15, 2006

Er að skoða grill.....

Hef aðeins verið að kíkja á grill á pallinn fyrir sumarið. Það er svo margt í boði. Á reyndar eitt st’Erling grill, mjög gott og ber fallegt nafn. En ég veit ekki hvort það annar öllum laxinum sem fer upp Ölfusá...!
Ég er búinn að finna eitt sem ég skoða á hverjum degi. Mér líst rosa vel á það. Það er átta gata, mjög flott. Hægt að grilla marga laxa í einu á því....ef margir koma í heimsókn.


Ég sé mig í anda, grilla og grilla og grilla og grilla og..............grilla.

2 ummæli:

Íris sagði...

Hahahah, þetta passar nú ekki inní náttúruna hjá Húsinu við ána!! En eflaust gaman að grilla á því ;)

Nafnlaus sagði...

Sem sagt Túrbógrill!

Yrði ekki erfitt að finna munna að metta með svona hraðvirku grilli?
Kannski ekki.... þeim hefur farið bara fjölgandi!

En, spennandi verður það að ,,renna" í hlaðið að Ölfusáróðalinu, taka stöngina úr slíðrinu, festa hina svaðalegu á línuna og svisssss... Einn feitan fínan flottann á grillið! Mmmm gott gott

Gangi þér vel og takk fyrir síðast.

Kveðja, Karlott