laugardagur, maí 06, 2006

Við freistingum gæt þín.....

og falli þig ver, því freisting hver unnin til sigurs þig ber.

Held mér fast í þetta stef úr sálmabókinni þessa dagana. Bókstaflega. Veðurspáin er andstyggilega nastí þessa helgina. 18 gráðu hiti og sól! .....Hrmff.
Þetta á ekki alveg við mig núna að vera lokaður inni að lesa. Ég gjóa augunum reglulega á fluguboxin mín. Tek þau annað slagið fram og opna. Það veitir smá fró að snerta þær og velja eina og eina flugu fyrir ímyndaða vatnabúa sem ég gæti hugsað mér að egna fyrir.

Hlynur er búinn að hringja í mig tvisvar allavega í líki freistarans til að plata mig í eggjaleiðangur, (ekki hætta því!!!). Það hefur verið háttur okkar bræðranna síðustu árin að skreppa nokkrar ferðir á vorin. Allt í þágu fjölskyldunnar auðvitað, þau þurfa sinn mat....! Erla er reyndar búin að leggja drög að því að ég sleppi þessu þetta árið vegna kvefsins.... fuglakvefsins. Ég reyni í veikum mætti að verjast. Það er nú mark takandi á landlækni, að ég tali nú ekki um yfirdýralækni.
Þeir eru sammála mér báðir að við þurfum lítið að óttast.
Ég þarf eiginlega nokkur “sammála komment” með viturlegu innleggi á þessa grein, svona okkar á milli, það styrkir málstaðinn!

Ég hlakka til annars mánudags. Ritgerðarskil, próf búin og lok síðustu annarinnar. Þá geri ég ráð fyrir að BA verði í öruggri höfn.

Vorkenni ykkur að þurfa að vera úti að flækjast í svona illviðri.
Greyin.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Samhryggist þér með veðrið vinur minn. Ætli ég verði ekki bara að njóta þessi fyrir þig. Því miður. En læt mig hafa það, fyrir málstaðinn.

Kiddi Klettur

Ella Gitta sagði...

Ég er sammála..... Erlu.... myndi ekki vilja sjá nein egg þetta árið.
Kv. Gittan

Erling.... sagði...

Held ég fari ekki þessa leið aftur. Ég virðist eiga mér fáa bandamenn....
En ég fór samt í eggjaleiðangur í dag eftir próf, með samþykki drollunar á bænum. Höfðaði til skynsemi hennar. Hún bað mig að hafa einnota hanska með mér. Það var ekkert mál, ég gerði eins og hún bað og fór með hanska..... með mér!