föstudagur, júní 24, 2011

Kaffið er best að sötra heitt

Ég man þá tíð þegar það var enginn dónaskapur að sötra. Það var meira að segja alltaf gert. Pabbi sötraði kaffið og mamma líka og flest eldra fólk. Mér datt þetta allt í einu í hug, sitjandi með sjóðheitan kaffibollann minn, einn í hádegismat á Föðurlandi og ég sötraði. Úps eins gott að enginn heyrði þetta... maður sötrar ekki!
Hvað um það, hér heyrir enginn í mér hvort sem er.
Kannski er það hugmynd að innleiða aftur þennan gamla góða sið og sötra almennilega. Sé mig í anda með humarsúpu í flottri veislu..... og upplitið á Erlunni :-)

Engin ummæli: