laugardagur, nóvember 26, 2005

Oliver....nei takk

Fórum í gærkvöld út að borða áttmenningafélagið. Það samanstendur af okkur hjónunum, Gylfa og Christínu, Barbro og Sigga og Maríu og Svan.
Höfum haldið í þessa hefð til fjölda ára og farið einu sinni á ári út að borða. Staðirnir hafa auðvitað verið misjafnir eins og gengur. Þessi var mjög nálægt botninum. Hávaðinn var verri en í Múlakaffi í hádeginu en umhverfið minnti mest á það.
Við sátum á miðju gólfi í miðjum gangvegi umkringd fólki sem hélt greinilega að það væri í keppni um hver gæti framkallað mestan hávaða, flest vel drukkið.
Ég veit vel að þetta á að vera "fínn" staður, allavega fer fræga fólkið mikið þangað. Sú staðreynd gerir staðinn nákvæmlega ekkert merkilegri eða betri í mínum augum og fær (eins og fram hefur komið) falleinkunn.
Reyndar verður að segjast að maturinn var nokkuð góður loksins þegar hann kom, eftir nærri tveggja tíma bið, en það er svo sem engin nýlunda, það er ágætis matur á mörgum stöðum. En út að borða snýst um fleira en bragðið, það er t.d. skemmtilegt ef hægt er að halda uppi samræðum án mikillar fyrirhafnar.
Maður veit allavega hvert maður fer ekki næst, svo fátt er svo með öllu illt.....
Eftirrétturinn og samfélagið heima hjá Maríu og Svani eftir á, var í allt öðrum gæðum - takk fyrir það.

Góða helgi gott fólk.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ en ömurlegt að það hafi verið svona hávært og mikil læti!! Gott samt að vita það því að ekki á maður þá eftir að fara þangað í framtíðinni!! Forðast það eins og heitan eldinn! Eigðu nú samt gott kvöld í kvöld og gangi þér vel að vera veislustjóti :) Veit að það fer þér vel úr hendi.. Lov U, þín Eygló

Íris sagði...

Úff, fóruð þið á Óliver að borða :/ Ég hefði getað sagt ykkur að fara ekki þangað ;)
En frábært að það var gaman eftir á heima hjá Maríu og Svan!!
Gangi þér svo vel í prófalestrinum ;) Sjáumst á mánudaginn!!