... og gamli hálf hægrihandarlaus. Ekkert skrítið við það, þar sem árin öll, með betri helminginn mér við hlið eru viðmiðin í einu og öllu. Hún fór ásamt Önnu, sem vinnur hjá okkur í Basicplus, að versla inn haustvörurnar. Svo er áformuð önnur ferð í nóvember til að kaupa jólavörurnar, það er hugsanlegt að ég verði skósveinn í þeirri ferð og stundi b-in þrjú. Þið vitið hvað það er? Það er stytting á hlutverki karla í verslunarferðum.... bíða, borga, bera ;-) Svona er bara lífið, samansafn ófrávíkjanlegra náttúrulögmála.
Ég er að fara að sofa, auðvitað kaldur og svangur, því hún gleymdi að skilja eftir tilbúinn mat sem ég gæti skellt í örbylgjuna. Hún kemur á miðvikudaginn, ég vona að ég hafi enn einhvern þrótt þá.
Grasekkillinn kveður að sinni.