mánudagur, nóvember 28, 2005

Einu ofaukið.....

Nú veit ég að maður á ekki að fara í tvö próf í lagadeild sama daginn. Það gerðist í dag og ég held að það hafi ekki verið að hjálpa mér. Fór illa upplagður í seinna prófið, var eiginlega búinn að fá nóg. Fyrra prófið var í þjóðarétti sem er held ég eitt erfiðasta fag sem ég hef farið í til þessa. Hefur kannski að gera með erfiða lagaensku og litla færni mína í því efni. Ég tók þá ákvörðun að vera ánægður með tvær fimmur eftir daginn (vegna þess að það er mest fyrir þeim haft) ef það næst þá......!

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Kommentakerfið...!

Ég hef heyrt af fólki sem hefur haft áhuga á að segja álit sitt hér á síðunni en ekki tekist það.
Ég er með spam síu á kerfinu. Það virkar þannig að þegar skrifað hefur verið komment þá þarf að skruna aðeins niður, þar sjást nokkrir stafir í röð. Þessa stafi þarf að skrifa í reitinn sem er beint undir stöfunum. Þegar það hefur verið gert þá þarf að ýta á "Login and publish" reitinn og þá á kommentið að koma fram á síðunni.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Oliver....nei takk

Fórum í gærkvöld út að borða áttmenningafélagið. Það samanstendur af okkur hjónunum, Gylfa og Christínu, Barbro og Sigga og Maríu og Svan.
Höfum haldið í þessa hefð til fjölda ára og farið einu sinni á ári út að borða. Staðirnir hafa auðvitað verið misjafnir eins og gengur. Þessi var mjög nálægt botninum. Hávaðinn var verri en í Múlakaffi í hádeginu en umhverfið minnti mest á það.
Við sátum á miðju gólfi í miðjum gangvegi umkringd fólki sem hélt greinilega að það væri í keppni um hver gæti framkallað mestan hávaða, flest vel drukkið.
Ég veit vel að þetta á að vera "fínn" staður, allavega fer fræga fólkið mikið þangað. Sú staðreynd gerir staðinn nákvæmlega ekkert merkilegri eða betri í mínum augum og fær (eins og fram hefur komið) falleinkunn.
Reyndar verður að segjast að maturinn var nokkuð góður loksins þegar hann kom, eftir nærri tveggja tíma bið, en það er svo sem engin nýlunda, það er ágætis matur á mörgum stöðum. En út að borða snýst um fleira en bragðið, það er t.d. skemmtilegt ef hægt er að halda uppi samræðum án mikillar fyrirhafnar.
Maður veit allavega hvert maður fer ekki næst, svo fátt er svo með öllu illt.....
Eftirrétturinn og samfélagið heima hjá Maríu og Svani eftir á, var í allt öðrum gæðum - takk fyrir það.

Góða helgi gott fólk.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Bærinn í dalnum

Botn í Geirþjófsfirði

Hér á eftir fer órímað ljóð. Ekki er það allra smekkur.
Móðurbróðir minn kom í Botn ekki löngu áður en hann dó að heimsækja
bernskuslóð sína. Hann orti ljóð um horfna tíð. Það er ljúfsár tregi í ljóðinu
hans, en gríðarlega fallegt.

Þegar þetta varð til hér að neðan var ég að hugsa um þessa ferð hans
vestur og móður mína en þau voru á svipuðum aldri og miklir mátar .......!

Stendur hann við túnfótinn
Að gamla bænum
Vindurinn gnauðar
Í fölnuðu grasi

Horfir inn í hugskot sitt
Mynd af fallegum bæ
lítil börn að leik
Iðandi líf

Þroskuðum augum
Horfast þeir
Maðurinn og bærinn
Þeir muna báðir

Minningarnar
Angurværar
Ylja eins og sólin
Fallegt líf í vestfirskri í sveit

Hljóðlega
Með mikilli virðingu
Spjalla þeir
Maðurinn og bærinn

Senda hugsanir sínar
Á milli
Hann var eitt barnanna
Í hópnum

Manstu eftir systur minni
Við sátum yfir ánum
Manstu eftir dulunni
Á barðinu

Þeir vita báðir
Að tíminn líður
Að ekkert í veröldinni
Fær því breytt

Tregafullt
Tilfinningaflóð
Strýkur hjartastrengi
Við túnfótinn

Á köldum degi
Þarna
Kvað við skálda raust
Það var hinsta kveðja

Bærinn stendur einn
Í dalnum
Eina hljóðið
Er ýlfrið í vindinum

föstudagur, nóvember 18, 2005

Síðasti kennsludagur annarinnar í gær

Við tekur prófatörn sem lýkur 13. desember. Það jaðrar við bilun þegar litið er til þess hversu stutt er síðan önnin hófst. Það er jú víst þannig að ef nóg er að sýsla þá líður tíminn hratt, en ég segi eins og máltækið: “Fyrr má nú rota en dauðrota”.
Þessi önn hefur gengið vel. Ég hef verið að hækka mig jafnt og þétt í einkunnum í náminu og verð ég að guma af því að þær hafa ekki áður verið jafn góðar og það sem nú er liðið vetrar.
Fyrsta tían.... jájá...! leit dagsins ljós á önninni, það var í erfðarétti. Það var reyndar, kannski, ekki erfitt próf, en er eitthvað erfitt þegar maður kann það??? Þeim sem voru lágir í einkunn fannst þetta eflaust erfitt. Íris er að mala mig, hún er strax búin að fá eina tíu....á fyrstu önn. Man ekki eftir að hafa leyft henni þetta.

Við ætlum að hittast þrír í dag og reyna að taka þjóðaréttinn aðeins föstum tökum. Það er fagið sem ég (og þeir) er hræddur við. Kennslubókin í þjóðarétti er ólesandi vegna erfiðrar ensku, endalaus erfið orð sem þarf löggiltan dómtúlk til að þýða.
Hef sem betur fer góðar glósur til að glöggva mig á efninu.

Ég hef verið að vinna undanfarið með skólanum. Ætla nefnilega til heitu landanna í janúar og ætlunin er að vera búinn að vinna fyrir því svona auka auka.
Annars sýnist mér þetta ætla að verða góður dagur eins og þeir eru flestir. Ég nýt þeirrar náðar að eiga góða heilsu og hafa í mig og á og vera elskaður af fólkinu mínu.
Það eru gæðin mín stærst og mest.

Njótið dagsins.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Bara til að afsanna....

Það sem hún Arna heldur fram, að ég muni ekki svara þessu klukli.

1. Hvað er klukkan? 22:40
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Hef aldrei séð vottorðið en veit ekki annað en það sé bara mitt.
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Erling
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Hættur að telja
5. Hár? Dökkt og hvítt, ofurlítið liðuð bæði
6. Göt? Original ekkert feik
7. Fæðingarstaður? Fljótshlíðin - Sami staður og Gunnar frændi á Hlíðarenda
8. Hvar býrðu?? Höfuðborginni
9. Uppáhaldsmatur? Sé fram á að hafa ekki pláss fyrir þennan lið á síðunni minni sleppi honum því
10. Einhvern tímann elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Uuuuuhu - ekki svo ég muni
11. Gulrót eða beikonbitar? Beikonbitar með eggjum og rjómasósu með söxuðum sveppum og graskornsfræjum og svolitlu af möluðum furuhnetum útá og smá nýmöluðum piparkornum og hvítlauk – er gott, með smá smjöri og saxaðri gulrót !!!!
12. Uppáhalds vikudagur? Sá fyrsti og síðasti, svo líkar mér líka vel við þessa sem koma þar á milli
13. Uppáhalds veitingastaður? Fyrir utan eldhúsið mitt – þá líkar mér vel við Las Brasas
14. Uppáhalds blóm? Allskonar falleg grös
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Heimsmeistarakeppni matreiðslumanna í Perlunni
16. Uppáhalds drykkur? Líklega kaffi - ef litið er til hvað ég drekk mest af
17. Disney eða Warner brothers? Já já
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn... Kentucky
19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Eina teppið sem er þar, er beislitt
20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Þarf að gá...........Íris – verkefni í stjórnskipunarrétti
21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kretidkortinu? Hjálp - ég segi NEI
22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Oftast leiðist mér ekki. Held ég myndi bara gera eitthvað skemmtilegt.
23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Heimskuleg
24.Hvenær ferðu að sofa? Oftast seint á kvöldin
25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? Tja nú er ég kjaftstopp
26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Enn kjaftstopp 27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Sjónvarps hvað sagðirðu??
28. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Minni heittelskuðu Perlu
29. Ford eða Chevy? Musso offkors
30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? Átti ég að taka tímann ??

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Betra en best..

Við fórum nokkrir í stórfjölskyldunni í árlega Perluferð til að kanna snilli kokkanna þar.
Þeir höfðu engu gleymt frá í fyrra. Maturinn var snilld á köflum. Andalifrarpaté-ið stóð uppúr eins og í fyrra. Mér fannst bæði hreindýrið og gæsin betri nú en í fyrra. Dádýrakjöt var nýtt á boðstólum og fannst mér það of bragðlítið, ekki nógu vel kryddað. Marineraður hvalur kom á óvart. Flest af því sem í boði var þótti mér gott – þó ekki allt.
Samfélagið var skemmtilegt enda góðra vina hópur á ferðinni. Takk fyrir frábært kvöld strákar....!
Annað í frásögur færandi er einkunnin í verkefninu sem ég var að kvarta yfir í síðasta pistli. 8.0 - kom þægilega á óvart.
Verkefnin eru á færibandi þessa dagana. Er í síðasta verkefni í fjölskyldu- og erfðarétti fyrir próf og svo er síðasta verkefnið í stjórnskipunarrétti á mánudaginn. Næsta vika er svo síðasta kennsluvika þessarar annar. Það er ótrúlegt. Síðasta önnin framundan og BA útskrift.
Það þarf engu að ljúga um hvað tíminn líður hratt.

mánudagur, nóvember 07, 2005

FLÆÆÆKJUFÓTUR.....!

Það þarf snilligáfu til að búa til svona flækjur í einu verkefni. Við erum fimm saman að leysa málið, það er virkilegur HAUSVERKUR. Misþyrming á þessum annars fínu laganemum.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Pretty woman....

Drottningin komin á fætur fyrir allar aldir.
Það er óvenjuleg sjón og fátítt hér á sunnudagsmorgnum að drollan sjálf sitji til borðs með manni. Óvæntur heiður og ótilunninn, en skemmtilegur.
Við erum að horfa á fólk tygja sig út í daginn misjafnra erinda auðvitað en allir að puða við það sama ....að skafa frostið af bílunum sínum. Sennilega hefur verið frostrigning í nótt því fólkið virðist í mesta basli við að ná þessu af.
Dagurinn er fallegur og býður örugglega uppá eitthvað skemmtilegt. Við erum t.d að fara í afmæli á eftir . María frænka Erlu er fimmtug og heldur uppá herlegheitin með pompi og prakt í Samhjálparsalnum í dag. Óskast henni hér með til hamingju með daginn.
Ég man vel þegar ég kom fyrst í hús Maríu og Svans. Það var á Snorrabrautinni. Kjallaraíbúð alveg við götuna. Það var á sokkabandsárum okkar Erlu. Þá var Snorrabrautin gott athvarf ungum hjónaleysum. Svanur tók af skarið, lokaði okkur inni í stofu og bauð góða nótt.......
Þetta var árið 1976
Árin tikka á okkur öll........ eins og á grönum má sjá. Ævin er eins og sólargangurinn. Hann endar með því að sólin sest við yztu sjónarrönd.
Því er um að gera að nota dagsbirtuna meðan hún er til staðar og njóta alls þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Við höfum haft þetta að leiðarljósi allt síðan við gistum á Snorrabrautinni forðum, - með misjöfnum áherslum þó.
Með auknum þroska og nýjum áherslum held ég þó að við höfum aldrei notið lífsins betur eða verið á betri stað en í dag.
Það er athyglisvert en gott vegarnesti inn í framtíðina.

Eigið góðan dag.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Svona er bara lífið....

"Sá finnur að sem um er hugað" en "bágt er að rétta það tré, sem bogið er vaxið."

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

B.A .ritgerð.

Búið er að samþykkja ritgerðarefnið mitt. Það þurfti smá registefnu til þess, vegna þess að nánast ekkert hefur verið farið í verktakarétt. Ég ætla að skrifa um fasteignagalla og ábyrgðir byggingaverktaka á þeim, dómaframkvæmd o.fl. Þetta tengist samt auðvitað kröfurétti og skaðabótarétti og líka að einhverju leiti samningarétti.
Leiðbeinandi minn verður Othar Örn Petersen hjá LOGOS lögmannsþjónustu.
Hann er sennilega fremstur meðal jafningja í verktakarétti á Íslandi, segir deildarstjóri lagadeildar mér.

Veistu hvað B.A. stendur fyrir?

"Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari hluta 17. aldar hafa lárviðarskáld haft fast embætti við bresku hirðina. Latnesku orðin ars (eignarfall 'artium') og scientia (ef. 'scientiarum) vísa í þessu samhengi annars vegar til hugvísinda og hins vegar til raunvísinda, samanber að á ensku er talað um 'Bachelor of Arts' og 'Bachelor of Science.'
Ekki er sérstakur munur á þessum tveim gráðum annar en að samkvæmt hefð lýkur fólk B.A.-gráðu í hugvísindum og B.S.-gráðu í raunvísindum. Munurinn felst því ekki í gráðunni sem slíkri heldur í námsefninu. Þegar um greinar sem ekki falla undir hug- eða raunvísindi er að ræða er misjafnt hvað gráðan er kölluð en Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður upp á nám til B.A.-prófs. Sumar deildir, til dæmis Viðskipta- og hagfræðideild, bjóða upp á nám til bæði B.A.- og B.S.-gráðu og er þá áherslumunur í námsefnisvali. Sambærilegar gráður hafa svo verið nefndar ýmsum nöfnum, til dæmis B.Ed.-gráða í kennslufræðum og B.F.A.-gráða í ýmsum listgreinum.

Af vef HÍ

Þá veistu það!
Þær týnast inn einkunnir úr miðannarprófunum, ég er ekki fallinn enn. En “sökum reynslu minnar af bjartsýni........tek ég regnstakkinn með” eins og einhver sagði, og bíð með að fagna.
Hvað um það, námið styttist og þetta gengur vel. Veit orðið ýmislegt sem ég vissi ekki áður um lög og rétt.
Best af öllu sé ég þó hvað ég vissi lítið.

Svo getur fólk verið að gera grína að mér, auðmýktinni uppmálaðri. Erla gaf mér gjöf. Spjald á ísskápinn sem á stendur: “When I married mr. right... I didn´t know his first name was Always”

Það sem fólk getur bullað.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Slagsmál í HR....!

Það er ekki ofsögum sagt um kennsluhætti í Háskólanum í Reykjavík. Lesið sjálf, athugið að fyrirsögnin er "Shock and Awe" frá 28. okt. sl.: http://www.b2.is/?sida=tengill&id=131192
Þess má geta að Sigurður Tómas Magnússon er settur saksóknari í Baugsmálinu og
Dr. Guðmundur Sigurðsson er einn okkar fremsti fræðimaður á sviði skaðabótaréttar.
Lesið pistilinn áður en þið kíkið á "álit" hér fyrir neðan.

Fundið fé....

- Vissir þú að hundurinn minn er svo gáfaður að hann kemur með moggann inn til okkar á hverjum degi! - Og hvað með það? Margir hundar gera það. - Já...... en við erum ekki áskrifendur.