föstudagur, nóvember 18, 2005

Síðasti kennsludagur annarinnar í gær

Við tekur prófatörn sem lýkur 13. desember. Það jaðrar við bilun þegar litið er til þess hversu stutt er síðan önnin hófst. Það er jú víst þannig að ef nóg er að sýsla þá líður tíminn hratt, en ég segi eins og máltækið: “Fyrr má nú rota en dauðrota”.
Þessi önn hefur gengið vel. Ég hef verið að hækka mig jafnt og þétt í einkunnum í náminu og verð ég að guma af því að þær hafa ekki áður verið jafn góðar og það sem nú er liðið vetrar.
Fyrsta tían.... jájá...! leit dagsins ljós á önninni, það var í erfðarétti. Það var reyndar, kannski, ekki erfitt próf, en er eitthvað erfitt þegar maður kann það??? Þeim sem voru lágir í einkunn fannst þetta eflaust erfitt. Íris er að mala mig, hún er strax búin að fá eina tíu....á fyrstu önn. Man ekki eftir að hafa leyft henni þetta.

Við ætlum að hittast þrír í dag og reyna að taka þjóðaréttinn aðeins föstum tökum. Það er fagið sem ég (og þeir) er hræddur við. Kennslubókin í þjóðarétti er ólesandi vegna erfiðrar ensku, endalaus erfið orð sem þarf löggiltan dómtúlk til að þýða.
Hef sem betur fer góðar glósur til að glöggva mig á efninu.

Ég hef verið að vinna undanfarið með skólanum. Ætla nefnilega til heitu landanna í janúar og ætlunin er að vera búinn að vinna fyrir því svona auka auka.
Annars sýnist mér þetta ætla að verða góður dagur eins og þeir eru flestir. Ég nýt þeirrar náðar að eiga góða heilsu og hafa í mig og á og vera elskaður af fólkinu mínu.
Það eru gæðin mín stærst og mest.

Njótið dagsins.

1 ummæli:

Íris sagði...

Þú ert að standa þig ekkert smá vel í skólanum!! Ég var meira að segja að monta mig af þér um daginn við stelpurnar!!!
Hlakka til að komast á 3. ár og verða svona klár ;)
Sjáumst og keep up the good work!!!