miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Bærinn í dalnum

Botn í Geirþjófsfirði









Hér á eftir fer órímað ljóð. Ekki er það allra smekkur.
Móðurbróðir minn kom í Botn ekki löngu áður en hann dó að heimsækja
bernskuslóð sína. Hann orti ljóð um horfna tíð. Það er ljúfsár tregi í ljóðinu
hans, en gríðarlega fallegt.

Þegar þetta varð til hér að neðan var ég að hugsa um þessa ferð hans
vestur og móður mína en þau voru á svipuðum aldri og miklir mátar .......!

Stendur hann við túnfótinn
Að gamla bænum
Vindurinn gnauðar
Í fölnuðu grasi

Horfir inn í hugskot sitt
Mynd af fallegum bæ
lítil börn að leik
Iðandi líf

Þroskuðum augum
Horfast þeir
Maðurinn og bærinn
Þeir muna báðir

Minningarnar
Angurværar
Ylja eins og sólin
Fallegt líf í vestfirskri í sveit

Hljóðlega
Með mikilli virðingu
Spjalla þeir
Maðurinn og bærinn

Senda hugsanir sínar
Á milli
Hann var eitt barnanna
Í hópnum

Manstu eftir systur minni
Við sátum yfir ánum
Manstu eftir dulunni
Á barðinu

Þeir vita báðir
Að tíminn líður
Að ekkert í veröldinni
Fær því breytt

Tregafullt
Tilfinningaflóð
Strýkur hjartastrengi
Við túnfótinn

Á köldum degi
Þarna
Kvað við skálda raust
Það var hinsta kveðja

Bærinn stendur einn
Í dalnum
Eina hljóðið
Er ýlfrið í vindinum

6 ummæli:

Karlott sagði...

Svakalega þrungið ljóð!
Einfalt en segir samt mikið.

Mjög flott!

Þessi staður Botn er heillandi.

Kveðja,
Karlott

Íris sagði...

Sammála mínum ekta manni!! Þetta er rosa flott ljóð!
Væri gaman að koma þarna einhvern daginn!

Nafnlaus sagði...

Ég er nú bara með tárin í augunum. Ekkert smá fallegt og ég tek undir með Írisi að þnagað vildi ég koma einn daginn. Sjáumst, Arna

Nafnlaus sagði...

Rosalega er þetta fallegt ljóð
!! Vá.... Ég segi eins og systur mínar þá væri ég mikið til í að koma þangað einn góðan veðurdag :) Kannski verður bara fjölskylduferð þangað einhvern tímann? I'm in... jæja eigðu ofsalega gott kvöld með áttmenningafélaginu :) Kveðja Eygló

Nafnlaus sagði...

Þar er ég ykkur fremri systur mínar:D
þangað hef ég komið.. við þurftum að vísu að nota mjög einkennilegar aðferðir til að komast inn:D hehe
good times:P

En jæja , já ég vildi segja það sama að mér finnst þetta ofsalega flott ljóð, sérstaklega þegar maður veit um hvern það er og svona... bara vá!

Love you all endalaust
Hrund

Nafnlaus sagði...

Finn fyrir þessu sama gagn vart þessum stað..........
þekki hann vel....
Þykir vænt um staðinn, fólkið,
bæði það sem er farið og það sem er ekki farið.....