fimmtudagur, mars 17, 2011

Þabbara eins og kominn sé vetur...!

Janúar og mars hafa skipt um hlutverk. Janúar heldur að hann sé vormánuður og mars að hann sé janúar. Virðist vera að koma vetur hér.
Eru ekki allir að gera upp hug sinn varðandi Icesave? Ég vona að allir vinir mínir séu nógu hugsandi til að setja já á kjörseðilinn. Nú er meira að segja nauðsynlegt að mæta á kjörstað með jáið sitt til að minnka hættuna á framhaldskreppu eða jafnvel öðru hruni. Snillingurinn forsetinn sem ýtti okkur út á þennan hála ís hefur aldrei verið vinsælli. Merkilegt hvernig hjarðeðlið getur blindað sýn hugsandi fólks, eða er fólk kannski ekkert að hugsa, annað en það sama og fyrir hrun að við séum mest og best, hinn ósigrandi her. Eins og ég sagði um daginn þá er fólk kannski ekki endilega fífl.... en svakalega eru til margir áhættusæknir kjánar...!

föstudagur, mars 04, 2011

Orð dagsins

Að lifa ánægður við lítinn auð, að sækjast eftir glæsileika í stað glingurs, fágun í stað tískufyrirbæra. Að vera verðugur en ekki aðeins virtur, auðugur en ekki ríkur, að læra mikið, hugsa í hljóði, vera varkár í orðum, heiðarlegur í gjörðum. Að hlusta á stjörnurnar og fuglana, á smábörn jafnt sem stórmenni með opnum huga og opnu hjarta. Að láta lífsgleðina ráða ríkjum og hafa hugrekki til athafna. Að grípa tækifærin þegar þáu gefast, hafa engar áhyggjur...

Uppfyllirðu þetta vinur minn ertu í öllum skilningi... enginn meðalmaður.

William Ellery Channing

þriðjudagur, mars 01, 2011

Formleg opnun Basicplus

Jæja þá er búið að opna búðina. Hún kemur vel út og er bara flott. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökurnar verða. Nú er bara að klára það sem eftir er ísbúðarmegin og smíða lagerpláss á bakvið fyrir föt. Það verður gott þegar þetta er allt búið og hægt að snúa sér að öðrum vekefnum.

Svo er nú stórafmæli í fjölskyldunni á morgun. Eygló og Arna verða þrítugar. það er alveg ótrúlegt þegar litið er til þess hvað við erum ung...! Þær sjá um að uppfylla jörðina líkt og við sjálf. Það eru stórkostleg forréttindi að sjá hópinn sinn stækka svona eins og raunin er. Það er alvöru, alvöru, fljótandi auðlegð.

Kallinn er kátur með tilveruna.