föstudagur, mars 04, 2011

Orð dagsins

Að lifa ánægður við lítinn auð, að sækjast eftir glæsileika í stað glingurs, fágun í stað tískufyrirbæra. Að vera verðugur en ekki aðeins virtur, auðugur en ekki ríkur, að læra mikið, hugsa í hljóði, vera varkár í orðum, heiðarlegur í gjörðum. Að hlusta á stjörnurnar og fuglana, á smábörn jafnt sem stórmenni með opnum huga og opnu hjarta. Að láta lífsgleðina ráða ríkjum og hafa hugrekki til athafna. Að grípa tækifærin þegar þáu gefast, hafa engar áhyggjur...

Uppfyllirðu þetta vinur minn ertu í öllum skilningi... enginn meðalmaður.

William Ellery Channing

Engin ummæli: