Jæja þá er búið að opna búðina. Hún kemur vel út og er bara flott. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökurnar verða. Nú er bara að klára það sem eftir er ísbúðarmegin og smíða lagerpláss á bakvið fyrir föt. Það verður gott þegar þetta er allt búið og hægt að snúa sér að öðrum vekefnum.
Svo er nú stórafmæli í fjölskyldunni á morgun. Eygló og Arna verða þrítugar. það er alveg ótrúlegt þegar litið er til þess hvað við erum ung...! Þær sjá um að uppfylla jörðina líkt og við sjálf. Það eru stórkostleg forréttindi að sjá hópinn sinn stækka svona eins og raunin er. Það er alvöru, alvöru, fljótandi auðlegð.
Kallinn er kátur með tilveruna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli