Það er að síga á seinnihlutann á þessari vinnutörn. Lífið er stundum skondið. Við ákváðum um áramótin síðustu að þetta skyldi verða framkvæmdalítið ár eftir afar annasamt ár í fyrra. það er nú einhvernveginn þannig að maður sér stundum fleyg orð rætast, t.d. þetta að "Mennirnir áætla en Guð ræður" því oft virðist mér að lífið sjálft taki aukaspor í dansinum okkar sem gerir hann skemmtilegri og fjölbreyttari en maður sjálfur hefur ákveðið.
Við opnum Basicplus á mánudaginn með smá foropnun frá klukkan 18 - 20 þar sem (kven)vinum og vandamönnum er boðið að koma og versla meðan allt er fullt út úr dyrum af nýjum vörum.
Stelpur á öllum aldri, þið eruð velkomnar í smá fyrirpartý.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli