laugardagur, febrúar 05, 2011

Vetur kóngur

Það telst til tíðinda að snjói. Í gærdag snjóaði allan liðlangan daginn svo nú er hér allt á kafi í snjó. Það er eðlilegt, það er febrúar. Það er öllu óvenjulegra að þetta er nánast fyrsti snjór vetrarins. Eitthvað eru veðrakerfin að breytast. Hér á landi til góðs en til hins verra víða annarsstaðar á jarðarkúlunni.
Þótt hann snjói þá er orðið stutt í vorið góða grænt og hlýtt.

Þessa dagana er ég að vinna við að breyta húsnæðinu okkar á Íslandus ísbar. Ég er sem sagt að stúka það í tvennt. Basic plus er að flytja til okkar í þann helming sem minjagripirnir voru. Við verðum eigendur að helming á móti Rakel og Sævari.
Það verður gaman að vinna þetta með þeim og ég hef góðar væntingar.

Í kvöld verður svo þorrablótið okkar systkinanna í 34 skipti held ég. Góður siður sem verður ekki aflagður.

Dagurinn verður góður, njótið hans, það ætla ég að gera.

Engin ummæli: