Það má með sanni segja að dagarnir eru búnir að vera annasamir. Brjálað að gera í lögfræðinni....!
Reyndar er meira að gera í smíðum hjá mér þessa dagana, enda lögfræðin þess eðlis að ég þarf að markaðssetja mig þar smátt og smátt.
Ég var að koma norðan af ströndum. Var þar að innrétta eldhús í vinnubúðir fyrir Hjalla bróðir, bara gaman að því. Sótti mér kraft í vestfirsku fjöllin og er nú endurnýjaður að afli og orku.
Áður en ég fór vestur, fór ég í Þórisvatn ásamt Hlyn, Heiðari, Rúnari og Gylfa, stóru strákarnir og litlu. Það veiddist vel að vanda. Nefni engar aflatölur, það er svo montlegt, en aflinn var góður.
Ég gekk í veiðifélagið hér á Selfossi í morgun. Það á reyndar ekki að gerast nema á aðalfundi einu sinni á ári. Datt óvart inn í klíkuna svo mér var boðið að gerast meðlimur strax. Ég mun svo veiða hér á baklóðinni í þrjá daga í ágúst. Ánægður með það.
Ég var að slá blettinn áðan þegar Valdimar nágranni minn kom yfir og spjallaði við mig um veiði í ánni. Ég hitti hann í morgun við inngönguna í félagið. Ég heyrði á honum að hann þekkir ána mjög vel, svo mér varð að orði að við þyrftum að fá okkur göngutúr upp með ánni einhvern góðan veðurdag, því það væri óborganlegt að fá tilsögn svona manna eins og hans. Hann tók mig á orðinu og spurði hvort við ættum ekki að rölta núna. Við röltum fyrst niðureftir og svo upp með ánni. Hann sýndi mér staðina og meira að segja punktana sem á að renna á. Góður Valdimar. Ég hafði líka gaman að því að hann hafði orð á því að þetta hefði hann ekki séð í mörg ár, að grasið væri slegið á lóðinni minni.....!
Ég er að hamast við að rífa veggi, innrétta, sparsla, mála, slípa parket, lakka, saga handrið og smíða eitt og annað hér heima. Og vinna þess á milli fyrir salti í grautinn. Dagarnir hafa verið langir en skemmtilegir.
Við hjónakornin fórum í göngutúr hér upp með á í gærkvöldi, í bullandi rigningu og logni, það var einfaldlega frábært. Fuglasöngur og árniður. Svæðið er einstakt hér í kring. Við tímdum varla að fara inn og tókum aukakrók.... rennandi blaut.
Já það má segja að grasið er sko grænt hér, svo grænt.... að það er blátt.
Njótið daganna.........!
2 ummæli:
Hæ pabbi :) æðislegt að lesa bloggið þitt :) Og mikið hlakka ég til að koma í heimsókn og sjá muninn á húsinu, greinlegt að það er stöðugt verið að vinna í því, og það kemur svo sannarlega ekki á óvart!! Fyndið að lesa þetta sem Valdimar sagði um grasið á lóðinni! Hafðu það annars gott og við sjáumst vonandi fljótlega eftir helgi! Kveðja úr blíðunni að norðan, Eygló :)
-Já það má nú segja að Þorisvatnið er misgjöfult........
Var búin að frétta aflatölurnar ykkar og fórum í síðustu viku, við Siggi og Danni og Ankie.
Ég fékk tvo og Siggi einn........
-Ætla næst í Veiðvötn og vita hvort mér verður meira ágengt þar.
Danni og Ankie fengu einhverja 5 og 6 hvort.
Það er svosem kannski ásættanlegt og Danni er svo góðhjartaður að hann laumaði einum í pokann minn..... :)
-En fyrir svona erfitt ferðalag eins og mér finnst Þórisvatnaferð vera var afraksturinn ekki nógu góður.
Mbkv Gerða sys
Skrifa ummæli