Fuglalífið á Fitinni er engu líkt á þessum árstíma. Ég hef verið að reisa bjálkakofa þar austurfrá síðustu daga. Þúfutittlingar höfðu gert sér hreiður í brekkunni við hliðina á húsinu. Þeir voru ekkert yfir sig hrifnir af nýja nábúanum, mér, þegar ég hófst handa. Með okkur tókust þó ágætis samskipti við nánari kynni. Þeir báru orma í svanga gogga í gríð og erg og leyfðu mér fyrir rest að fylgjast með. Í hverri ferð stoppuðu þeir í trjátoppunum og könnuðu umhverfið og ef ekkert annað en ég var á ferðinni steyptu þeir sér niður í hreiðrið þar sem sísvangir goggar göptu eftir næringarríkum lirfum og öðru góðgæti.
Það var gaman að fylgjast með eljuseminni í þeim við verkið og greinilegt að þau tóku foreldrahlutverkið afar alvarlega.
Annað slagið stoppaði annað þeirra vinnuna og settist á grein og söng. Mjög hljómfallegt og hrífandi nett hljóð, ég minnist ekki að hafa fyrr heyrt þúfutittling syngja á þennan hátt.
Í fyrradag þegar ég mætti á staðinn voru þeir ekki að vinna eins og venjulega. Ég fór þessvegna og kíkti ofan í holuna þeirra. Tóm.......!
Skemmdarverk, eitthvert kvikindi hafði étið alla ungana. Sorg, þau voru orðnir góðkunningjar mínir og skemmtilegir nágrannar. Kvikindið sem át þá var afar heppið að sýna sig ekki þarna á þessari stundu. Ég hefði fullnægt réttlætinu með auga fyrir auga aðferðinni, klárlega.
Kofinn verður tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi sýnist mér, eins og stefnt var að.
Arna mun gista þar um helgina með þrjár af afagullunum mínum.
Annars vorum við Erlan mín í brúðkaupi í dag, Hafdís dóttir Danna bróður míns gifti sig úti undir berum himni í garðinum heima hjá móður sinni. Veðrið var fallegt eins og brúðurin sjálf. Einstaklega fallegt og vel gert og veisluhöld flott.
Já lífið er fallegt ferðalag.
sunnudagur, júlí 30, 2006
sunnudagur, júlí 16, 2006
Sunnudagsrólegheit
Það hefur ekki verið neitt sérlega fallegt veðrið undanfarið. Nú er undantekning á því. Logn, og skýin ekki svört heldur ljósgrá.....! Ég var í sveitinni í gær að moka fyrir undirstöðum að kofanum okkar. Ég hef sjaldan lent í annarri eins rigningu. Það var eins og ég væri miklu sunnar á hnettinum þvílíkt var úrhellið. Ég þurfti auðvitað að velja þennan blautasta dag ársins (geri ég ráð fyrir) til að standa úti og grafa holur...!
En næst er að steypa í þessar holur og fara svo að reisa mannvirkið.
Þetta verður 15 fermetra fjallakofi úr bjálkum. Það finnst mörgum lítið, en ef maður spáir í því t.d. hversu stór stærstu fellihýsi eru, þá er þetta mun stærra en það.
Allavega erum við alsæl með þetta og ætlum að njóta þessara fermetra vel.
Hér í húsinu við ána hefur verið gestkvæmt þessar vikur síðan við fluttum. Það litar tilveruna á skemmtilegan hátt. Við höfum alltaf viljað hafa fólk í kringum okkur, því eins og máltækið segir, og er svo rétt, þá er maður manns gaman.
Baddi og Kiddý voru að fara frá okkur. Þau hafa lengi verið vinir okkar og nú matarklúbbsfélagar líka, ásamt Heiðari og Sigrúnu sem voru hér í gærkvöldi. Ekki amalegt að hafa frú Kiddý kokk í slíkum klúbb.
Við erum enn jafn alsæl með húsið okkar við ána. Hvert rýmið á fætur öðru tekur á sig endanlega mynd eftir því sem tíminn líður. Ég mála og smíða en Perlan mín sér um restina, að gera húsið að heimili. Hún hefur einstakt lag á að gera notalegt í kringum okkur. Það eru mín forréttindi að eiga hana og deila með henni stað sem þessum. Svo eru nágrannarnir hér einstaklega elskulegir og áin heillar okkur með kynngimagnaðri nærveru sinni.
Ég hef nú náð markmiðinu með kílóin. Ég ákvað í janúar að taka af mér 15 kíló sem nú eru farin og eitt til viðbótar, þökk sé danska. Ég hef reyndar ekki verið heittrúaður í kúrnum heldur haft hann til hliðsjónar. Ég held að grænmetisát sé lykillinn að því að nálgast rétta þyngd, á við um alla, konur og kalla.
Við erum í fríi í dag og erum bara að njóta tilverunnar hér, í léttum vangadansi við lífið.
Ljúft og notalegt.
En næst er að steypa í þessar holur og fara svo að reisa mannvirkið.
Þetta verður 15 fermetra fjallakofi úr bjálkum. Það finnst mörgum lítið, en ef maður spáir í því t.d. hversu stór stærstu fellihýsi eru, þá er þetta mun stærra en það.
Allavega erum við alsæl með þetta og ætlum að njóta þessara fermetra vel.
Hér í húsinu við ána hefur verið gestkvæmt þessar vikur síðan við fluttum. Það litar tilveruna á skemmtilegan hátt. Við höfum alltaf viljað hafa fólk í kringum okkur, því eins og máltækið segir, og er svo rétt, þá er maður manns gaman.
Baddi og Kiddý voru að fara frá okkur. Þau hafa lengi verið vinir okkar og nú matarklúbbsfélagar líka, ásamt Heiðari og Sigrúnu sem voru hér í gærkvöldi. Ekki amalegt að hafa frú Kiddý kokk í slíkum klúbb.
Við erum enn jafn alsæl með húsið okkar við ána. Hvert rýmið á fætur öðru tekur á sig endanlega mynd eftir því sem tíminn líður. Ég mála og smíða en Perlan mín sér um restina, að gera húsið að heimili. Hún hefur einstakt lag á að gera notalegt í kringum okkur. Það eru mín forréttindi að eiga hana og deila með henni stað sem þessum. Svo eru nágrannarnir hér einstaklega elskulegir og áin heillar okkur með kynngimagnaðri nærveru sinni.
Ég hef nú náð markmiðinu með kílóin. Ég ákvað í janúar að taka af mér 15 kíló sem nú eru farin og eitt til viðbótar, þökk sé danska. Ég hef reyndar ekki verið heittrúaður í kúrnum heldur haft hann til hliðsjónar. Ég held að grænmetisát sé lykillinn að því að nálgast rétta þyngd, á við um alla, konur og kalla.
Við erum í fríi í dag og erum bara að njóta tilverunnar hér, í léttum vangadansi við lífið.
Ljúft og notalegt.
mánudagur, júlí 03, 2006
Rúlletta
Tvö banaslys um helgina. Farið varlega í umferðinni....! Tek undir orð formanns umferðarráðs: ”Það er betra að halda lífi en áætlun.”
Höfum það á bak við eyrað....!
Höfum það á bak við eyrað....!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)