Sólin kannski ekki hér akkúrat núna en þurrt og hlýtt. Ég er þessi lukkunnar pamfíll eins og þið vitið að búa hérna í sælunni, en nú hefur alvara lífsins tekið við. Ég er að taka mótorhjólapróf. Fór í vikunni í bóklega prófið ... og gekk bærilega. Núna í dag er svo verkleg kennsla. Þrír stuttir klukkutímar milli matar og kaffis. Baddi er með mér í þessu.
Miðaldra kallar eru víst uppistaðan í þessu mótorhjólaæði sem nú tröllríður landinu. En strákar eins og við megum líka vera með....
Það verður svo þrautin þyngri að finna hjól sem er nógu stórt fyrir okkur bæði og veskið samþykkir. Oft einhver óþverraskapur í því við okkur.
Erling Elí dafnar vel. Við heimsóttum þau í gær, borðuðum saman pizzu al-a Karlott og mjúkan ís. Það var gaman. Sá stutti líkist móður sinni.... og þar með afa, sem er ekki leiðinlegt. Það styttist í að sýna honum nokkur undirstöðuatriði í veiðinni. Best að byrja snemma þá verður þetta eiginlegra.
Í þessari ætt eru veiðigenin fljótandi í æðum, bæði karla og kvenna.
Það er kominn tími á kaffitár með konunni fyrst hún er vöknuð. Að setjast út á fákinn okkar í góða veðrinu og krúsa austur í sveitir verður að bíða um sinn.
Sjáum til hversu lengi.
1 ummæli:
Alveg finnst mér frábært hjá þér pabbi að drífa þig í að taka mótothjólaprófið. Það verður svo gaman að fá að sitja aftan á síðar meir. Takk fyrir mig og mínar sætu dætur í dag, þú ert jafn frábær afi og þú ert pabbi:) Arna
Skrifa ummæli