......ég læt undan þessum gífurlega þrýstingi. Var einmitt að vona að einhver mótmælti. Ég henti bara "englamyndunum". Ég ætla þá að taka aðeins í lurginn á mér og "öppdeita"......hræðilegt orðskrípi. "Uppfæra" miklu betra orð, veiði- og sælkerasíðurnar reglulega. Ég lagði af stað með þær báðar með fagrar fyrirætlanir. Tíminn er ekki alltaf vinur minn í þessum efnum.
Er að reyna að setja upp slideshow á Flickr myndasíðuna mína en það gengur ekkert of vel hjá mér. Það sem á að virka, gerir það ekki og það pirrar mig.
Annars var bara vinnudagur hjá mér í dag og ekkert annað en gott um það að segja. Nóg komið af áti og afslappelsi.
Nýtt ár með útbreiddan faðminn fullan af fyrirheitum, gæti það verið betra?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli