mánudagur, september 29, 2008

Fallvaltur auður

Svona eru heimsins gæði. Milljarðar gufa upp eins og vatnsdropi á sjóðheitri pönnu. Ástandið í heiminum (fjármála) er ótrúlegt. Íslenska fjármálakreppan ætlar að verða litríkari en maður hélt. Glitnir á hausinn, hvað næst? Kemst samt ekki hjá þeirri hugsun að ráðstöfun Seðlabankans gæti verið einn á túlann hans Jóns Ásgeirs með kveðju frá Dabba kóngi. Svona rétt til að minna á hver ræður. Jón Ásgeir tapar sennilega mest allra á þessu.
Pólitísk refskák held ég.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jamm, þetta er alveg magnað!

Eina stundina er bankarnir að græða ótrúlegar upphæðir og menn tala bara jákvætt um peningamálin... aðra stundina er byrjað að snjóa að hausti... og fjármálaheimurinn skelfur á beinunum vegna válega tíðinda... uss

En þetta er spennandi og verður áhugavert að fylgjast með gangi mála!

Karlott