...leið gríðarlega hratt. Við bræðurnir vorum við veiðar. Veiddum vel að vanda, lax og fugl. Veiðar eru afar hollt áhugamál sem endurnærir andann og sálina. Það er hressandi að vesenast um móa og mel í leit að bráð (mat). Kreppan og vandamál heimsins voru alveg víðsfjarri okkur. Þannig var líka um fuglana og fiskana og allt líf náttúrunnar. Kreppan er mannanna verk, byggð á hruni spilaborgar, falsettu sem allt snerist orðið um. Mammón í veldi sínu. Virðist fallvalt.
Lífið heldur áfram, ekkert hefur breyst....nema kerfið sem heldur peningavélinni gangandi.
Verst er að við og komandi kynslóðir þurfum að borga fylleríið.
Það var gott að koma heim eftir veiðarnar. Erlan hafði það notalegt heima á meðan, ein, en leiddist það ekki. Enda getur verið gott, og raunar nauðsynlegt, að vera stundum einn með sjálfum sér, þ.e. ef manni leiðist maður ekki.
Við erum að selja hornsófann okkar úr kofanum (myndir á Erlu bloggi). Ef þið vitið um einhvern sem vantar góðan svefn hornsófa, hringið í mig.
Lexor keyrir enn á fullu afli. Verkefnin hafa sum verið blásin af, en önnur komið í staðinn.
Það hlýtur að vera Guðs blessun þegar flestum vantar verkefni. Veturinn getur orðið strembinn, nema þetta haldi svona áfram....hver veit.
Njótið daganna..... þeir eru góðir, þrátt fyrir kreppu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli