Eftir verulega góða dvöl í sumabústað á suður-Jótlandi erum við nú komin til Óla og Annette. Við erum búin að flækjast mikið, sjá margt merkilegt bæði sögulegt og nýtt.
Fara í veiðitúr og veiða Geddur, Abborra og Sík, þar af eina stóra Geddu (tæplega 90 cm)
Óli er núna að kynda upp í grillinu og ég hef einhverja hugmynd um að nú eigi að grilla gott stykki af tudda, ættuðum frá norður Jótlandi. Það hljómar alltaf vel í mínum eyrum þegar talað er um að henda á grillið, sérstaklega ef það hefur baulað sem þar lendir.
Vonandi hafið þið það jafngott heima í rigningunni eins og við hér í sólinni, en það hefur verið mæjorkaveður á okkur 25 – 30 stig og mest sól.
Held að samferðafólk okkar sé að kaupa sér hús hérna í götunni (kannski aðeins ýkt). Allavega hefur Danmörk farið mjúkum höndum um þau eins og okkur.
En kannski er þetta bara brosið til okkar af því við erum túristar. Líklega er veruleikinn venjulegri.
Sem sagt, við höfum haft það verulega gott, en besti hlutinn er eftir. Það að koma heill heim er alltaf það besta við hverja ferð.
Hlakka til að sjá ykkur öll vinir mínir og vandamenn.
Bless þangað til.
laugardagur, júní 25, 2005
mánudagur, júní 06, 2005
Þórisvatn
Maður verður að standa við orð sín. Eins og ég sagði ykkur um daginn þá gaf ég Erlu minni loforð um að veiða ekki minna á þessu ári en í fyrra. Lærði það strax á bernskuárunum að standa við það sem ég segi.
Ég ásamt Hlyn bróður mínum og Heiðari frænda mínum vorum að koma úr Þórisvatni eftir velheppnaða veiðiferð.
Veiðin þar var eins og oftast áður, mjög góð. Við bræðurnir fengum sitt hvora fimmtíu fiskana. Á eftir að fá fjöldann hjá Heiðari, veit ekki alveg en hann vildi ekki telja....! verð þó að segja honum til hróss að hann er góður nemandi og hefur mikið lært.
Þórisvatns silungurinn er besti matfiskur sem þetta land elur, um það eru allir sammála sem bragðað hafa, hann er í sérflokki.
Varð að orði þarna uppi á fjöllum að það getur tæpast verið til nokkuð það land sem er betra eða meira að gæðum en landið okkar Ísland, allavega hvað náttúru varðar. Íslenska hálendið, jafn svart og gróðursnautt sem það er, ber með sér töfra sem heilla meira en fegurstu skrúðgarðar.
Kannski má samt segja að þetta hafi verið fullgeist farið af stað í veiðinni. Maður verður jú að eiga afgangskvóta þegar líður á sumarið.
Nú styttist í Danmörku. Á miðvikudaginn leggjum við land (loft) undir fót og heimsækjum frændur okkar Danina. Með okkur fara Heiðar og Sigrún og yngri drengirnir þeirra.
Það má því segja að lífið sé leikur þessa dagana.
Saltfiskurinn tekur samt örugglega við fyrr en seinna. Því lífið snýst um hvort tveggja að sá og uppskera.
Vandinn sem margur slæst við er nefnilega að njóta hvort tveggja, sáningatímans líka.
Gott var að koma heim, líkt og fyrri daginn. Þrjú stykki enduðu á grillinu með hvítlauk og ýmsum kryddblöndum, mmmmmm.
Njótið vikunnar framundan.
Ég ásamt Hlyn bróður mínum og Heiðari frænda mínum vorum að koma úr Þórisvatni eftir velheppnaða veiðiferð.
Veiðin þar var eins og oftast áður, mjög góð. Við bræðurnir fengum sitt hvora fimmtíu fiskana. Á eftir að fá fjöldann hjá Heiðari, veit ekki alveg en hann vildi ekki telja....! verð þó að segja honum til hróss að hann er góður nemandi og hefur mikið lært.
Þórisvatns silungurinn er besti matfiskur sem þetta land elur, um það eru allir sammála sem bragðað hafa, hann er í sérflokki.
Varð að orði þarna uppi á fjöllum að það getur tæpast verið til nokkuð það land sem er betra eða meira að gæðum en landið okkar Ísland, allavega hvað náttúru varðar. Íslenska hálendið, jafn svart og gróðursnautt sem það er, ber með sér töfra sem heilla meira en fegurstu skrúðgarðar.
Kannski má samt segja að þetta hafi verið fullgeist farið af stað í veiðinni. Maður verður jú að eiga afgangskvóta þegar líður á sumarið.
Nú styttist í Danmörku. Á miðvikudaginn leggjum við land (loft) undir fót og heimsækjum frændur okkar Danina. Með okkur fara Heiðar og Sigrún og yngri drengirnir þeirra.
Það má því segja að lífið sé leikur þessa dagana.
Saltfiskurinn tekur samt örugglega við fyrr en seinna. Því lífið snýst um hvort tveggja að sá og uppskera.
Vandinn sem margur slæst við er nefnilega að njóta hvort tveggja, sáningatímans líka.
Gott var að koma heim, líkt og fyrri daginn. Þrjú stykki enduðu á grillinu með hvítlauk og ýmsum kryddblöndum, mmmmmm.
Njótið vikunnar framundan.
fimmtudagur, júní 02, 2005
Hvað þýðir það eiginlega?
Átta mig ekki á því. Evrópustjórnarskráin líka felld í Hollandi. Þetta plagg upp á þúsundir blaðsíðna sem búið er að eyða ómældum milljörðum í er bara felld.
Ég held þetta hafi meiri áhrif en margan grunar. Þetta var órjúfanlegur þáttur í Evrópusamrunanum.
Ferlið mun stoppa. Einsleitnihugtakið sem allt gengur út á hefur beðið hnekki. Fólkið sjálft hefur sagt stopp, hingað og ekki lengra. Þetta er líkt og púðurtunna hafi sprungið, menn standa sótugir í framan, klóra sér í kollinum og spyrja, hvað gerðist?
Það verður spennandi að sjá hvert útspilið verður eftir þetta.
Varð hugsað til þeirra íslendinga sem vilja ólmir sækja um inngöngu í ESB og halda að við séum svo merkileg þjóð að risarnir þagni bara og sperri eyrun þegar rödd okkar kveður við. Það er fyndinn sjálfbirgingsháttur, en verður ekki lengur fyndinn ef þeir sem þetta kjósa komast til valda í íslenskri pólitík.
Mér hefur skilist að Svíar sem hafa verið í Evrópusambandinu frá 1995 kvarti sáran yfir þessari ákvörðun sinni. Afhverju? Þeir segjast vera svo litlir að rödd þeirra hafi ekkert vægi þegar þeir þurfa að gæta hagsmuna sinna.
Fall stjórnarskrárinnar er kannski samt ljós í myrkri. Norðmenn hafa lýst því yfir að áhugi þeirra hafi minnkað til muna til inngöngu eftir þessa útreið. Vonandi er sama uppi á borðinu hjá Evrópusinnum hér heima.
Ég held þetta hafi meiri áhrif en margan grunar. Þetta var órjúfanlegur þáttur í Evrópusamrunanum.
Ferlið mun stoppa. Einsleitnihugtakið sem allt gengur út á hefur beðið hnekki. Fólkið sjálft hefur sagt stopp, hingað og ekki lengra. Þetta er líkt og púðurtunna hafi sprungið, menn standa sótugir í framan, klóra sér í kollinum og spyrja, hvað gerðist?
Það verður spennandi að sjá hvert útspilið verður eftir þetta.
Varð hugsað til þeirra íslendinga sem vilja ólmir sækja um inngöngu í ESB og halda að við séum svo merkileg þjóð að risarnir þagni bara og sperri eyrun þegar rödd okkar kveður við. Það er fyndinn sjálfbirgingsháttur, en verður ekki lengur fyndinn ef þeir sem þetta kjósa komast til valda í íslenskri pólitík.
Mér hefur skilist að Svíar sem hafa verið í Evrópusambandinu frá 1995 kvarti sáran yfir þessari ákvörðun sinni. Afhverju? Þeir segjast vera svo litlir að rödd þeirra hafi ekkert vægi þegar þeir þurfa að gæta hagsmuna sinna.
Fall stjórnarskrárinnar er kannski samt ljós í myrkri. Norðmenn hafa lýst því yfir að áhugi þeirra hafi minnkað til muna til inngöngu eftir þessa útreið. Vonandi er sama uppi á borðinu hjá Evrópusinnum hér heima.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)