laugardagur, júní 25, 2005

Örstutt frá Danmörku.

Eftir verulega góða dvöl í sumabústað á suður-Jótlandi erum við nú komin til Óla og Annette. Við erum búin að flækjast mikið, sjá margt merkilegt bæði sögulegt og nýtt.
Fara í veiðitúr og veiða Geddur, Abborra og Sík, þar af eina stóra Geddu (tæplega 90 cm)

Óli er núna að kynda upp í grillinu og ég hef einhverja hugmynd um að nú eigi að grilla gott stykki af tudda, ættuðum frá norður Jótlandi. Það hljómar alltaf vel í mínum eyrum þegar talað er um að henda á grillið, sérstaklega ef það hefur baulað sem þar lendir.
Vonandi hafið þið það jafngott heima í rigningunni eins og við hér í sólinni, en það hefur verið mæjorkaveður á okkur 25 – 30 stig og mest sól.
Held að samferðafólk okkar sé að kaupa sér hús hérna í götunni (kannski aðeins ýkt). Allavega hefur Danmörk farið mjúkum höndum um þau eins og okkur.
En kannski er þetta bara brosið til okkar af því við erum túristar. Líklega er veruleikinn venjulegri.
Sem sagt, við höfum haft það verulega gott, en besti hlutinn er eftir. Það að koma heill heim er alltaf það besta við hverja ferð.
Hlakka til að sjá ykkur öll vinir mínir og vandamenn.
Bless þangað til.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ pabbi minn :) ég hlakka alveg ótrúlega mikið til á miðvikudaginn að sækja ykkur í Leifstöð :) Það verður svo gaman að fá ykkur heim :) gott að það er búið að vera gaman og verður eflaust áfram. Ég bið að heilsa Óla og fjölskyldu :) Lov U þín Eygló

Íris sagði...

Hæ, mikið er nú gaman að hafa þessi áhrif ;) Bara bloggað eftir að maður kommentar ;) Djók :D
Annars er gaman að lesa að þið hafið það svona gott og við hlökkum til að fá ykkur heim aftur. Við fjölskyldan biðjum að heilsa Óla og hans ekta fólki!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, gaman að lesa hvað er búið að vera gaman hjá ykkur. Bara farið að veiða og allt í Danaveldi. Allt er nú hægt... Sjáumst á miðvikudaginn... góða ferð heim.. Arna