föstudagur, júlí 01, 2005

"HRUND ERLINGSDÓTTIR,

nemandi í Fellaskóla hlýtur viðurkenningu menntaráðs Reykjavíkur fyrir að vera jákvæð fyrirmynd og sýna frumkvæði og leiðtogahæfileika í skapandi starfi".

Þessi viðurkenning ásamt bókargjöf beið frökenarinnar þegar við komum heim frá Danmörku.
Skólinn hennar tók við þessu fyrir hennar hönd þar sem hún var ekki í landinu. Hún er vel að þessu komin stelpan, hefur staðið sig afar vel og uppsker þess vegna eftir því.
Gaman að nefna það líka að hún sótti um vinnu í dag þar sem Nóatún er að loka búðinni sem hún var að vinna í. Svar barst áðan, hún fékk vinnuna, það skilar sér að standa sig vel.

Til hamingju með þetta elsku Hrundin mín.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oooo takk;);)
ég er sko ekkert smááááá ánægð..
LOL= lots of love
Hrunsla :*:*:*

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg frábært hjá henni!! hún er að standa sig massa vel stelpan :) ég er ýkt stolt af henni.. Kveðja Eygló

Íris sagði...

Hún er að standa sig alveg svakalega vel og átti þetta svo rosalega vel skilið eftir því sem ég hef séð hana í vetur og undanfarin ár í skólanum sínum. Ykkur og okkur öllum til mikils sóma. Maður skammast sín sko ekki fyrir að vera systir hennar!!
Til hamingju Hrund og til hamingju pabbi með litla örverpið þitt ;)