Líka frábæra silunginn í fjallavötnunum okkar. Veiðimenn eru gjarnir á að gera að fiski á árbakkanum og .... skilja slógið eftir. Mávurinn eða minkurinn étur það hvort sem er. Og það er rétt. Oftast er það mávurinn sem virðist hafa ótrúlegt skilningarvit þegar slóg er annarsvegar, alltaf mættur eins og skrattinn úr sauðarleggnum um leið og gert er að, þó hann hafi ekki verið sýnilegur fram að því.
Mörg vötn eru orðin sýkt af bandormi, hvítmaðk og tálknlús. Flest rekjanlegt til óaðgæslu veiðimanna á árbakkanum. Bandormurinn er verstur. Hann lifir í innyflum fiskanna (sýkir kjötið líka) sem veiðimennirnir eru að mata mávinn á. Mávurinn, með heitt blóð, verður hýsill og ormurinn fjölgar sér mjög. Síðan mætir sýktur mávurinn hjá næsta veiðimanni sem slægir fisk á árbakkanum, étur sig saddann og dreyfir svo dritinu yfir vatnið þar sem silungurinn heldur sig.
Hringrás sem viðheldur sýkingu.
Eina leiðin til að uppræta þetta er að veiðimenn steinhætti að skilja slógið eftir á vatnsbakkanum.
Ég hef fram að þessu talið nóg að grafa þetta og notað þá aðferð hingað til. Það hefur svo komið í ljós að það dugir ekki, þessi kvikindi grafa þetta upp og éta.
Slógið í poka og vesgú, heim með það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli