sem ég les sömu bókina tvisvar sinnum án þess að gera hlé á. Það gerði ég þó í ferðalaginu okkar í Danmörku. Ég las hana aftur til að reyna að dýpka skilning minn á því sem þar er haldið fram. Eftir tvær yfirferðir mæli ég hiklaust með að allir lesi þessa bók.
Bókin heitir “Leitin að tilgangi lífsins” eftir Viktor E. Frankl. Viktor er geðlæknir að mennt og hefur skrifað fjölda bóka. Af þeim öllum er þessi bók sú langmest lesna eftir hann.
Bókin segir frá hörmulegri reynslu hans í Auswich fangabúðum nasista á stríðsárunum. Þessi reynsla hans þegar hann ásamt samföngum sínum fer út á ystu mörk mannlegrar þolraunar, getur af sér dýpri og trúverðugri hugsanir um tilveru mannsins og tilgang en ég hef áður kynnst.
Bókin er alveg laus við tepru og tildur. Eftir að hafa leitt lesandann um lendur Auswich og gefið honum nasa þef af einum mesta óhugnaði sögunnar, setur hann fram kenningar sínar í seinni hluta bókarinnar. Það gerir hann á hispurslausan og trúverðugan hátt sem einungis maður sem veit af eigin reynslu, getur gert.
Kenningar hans nefnast “logotherapy”. Án þess að reyna að útskýra innihaldið hér get ég þó sagt að það snýst um tilgang og tækifæri framtíðar en lætur vera að gramsa í fortíðinni eins og mörgum hættir til.
Bókin er skrifuð af snillingi, undirstrikuð með hryllingi Auswich sem gefur orðum hennar meira vægi en ella.
Mæli hiklaust með að þú lesir hana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli