Fljótshlíðin sýndi okkur sínar bestu hliðar. Við Erla, Eygló og Hrund vorum á Fitinni í dag í 23 stiga hita og glampandi sól meðan regnið vætti höfuðborgina. Það morgnaði samt með þoku og votri morgundögg á grasi sem hélst fram undir hádegi. En þá eins og hendi væri veifað braust sú gula fram og yljaði.
Við vorum náttúrulega að vígja nýja gamlingjann okkar tjaldvagninn.
Hann reyndist vera hinn mesti kostagripur.
Nokkrir heimsóttu okkur jafnhissa og við á unglegu útliti gamlingjans.
Það þurfti átak til að taka okkur upp og halda til höfuðborgarinnar síðdegis. Hefðum verið mjög til í að lengja dvölina og njóta góðviðrisins, slíkur lúxus er þó ekki alltaf í boði og þannig var það í dag. Skyldan kallar og eins þurfti Eygló okkar sem var með okkur að ná flugi norður.
Við komum við á Laugarvatni á leiðinni í bæinn til að skoða sumarbústað sem ég ætla aðeins að taka til smiðshendinni við.
Þessi útilega var farin í beinu framhaldi af afmælisveislu Daníu Rutar sem foreldrar hennar héldu uppá í gær af miklum myndarbrag, þó afmælisdagurinn sé raunverulega í dag. Þrjú ár eru síðan hún kom í heiminn, lasin litla skinnið. Hún hefur reynt meira á sinni stuttu ævi en margur fullorðinn og sýnt ótrúlegan dugnað svo aðdáunarvert er.
Til hamingju með daginn litla hetjugullið hans afa.
Ánægjuleg helgi að klárast.
2 ummæli:
Ohh, gaman, vildi að við hefðum getað kíkt!! Kíkjum bara næst til ykkar. Sjáumst ;)
P.s. hvernig gengur lesturinn???
Takk fyrir afmæliskveðjuna elsku afi. Þú ert frábær, þín Danía Rut:):)
Skrifa ummæli