Ekki reiknaði ég með að gamlir tjaldvagnar væru svona vandfundnir. Ég er búinn að leita og hlaupa til það litla sem hefur verið auglýst af Camplet vögnum en ekkert gengið. Það virðist sem fleiri séu sammála um að þessi tegund sé örðum fremri, því ég gæti verið búinn að kaupa heila kippu af öðrum gerðum.
Gamli sveitavargurinn gefst samt ekki upp. Hann ætlar að finna vagn. Allar ábendingar eru vel þegnar.
Njótið góða veðursins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli