þriðjudagur, janúar 10, 2006

Í fyrramálið leggjum við í langferð.

Stefnan er beint í suður ca. 6000 kílómetra. Þar erum við að nálgast miðbaug og hitastigið ekki sama og hér norðurfrá.
Í dag var 23. gráðu hiti á Kanarí.
Gott að stíga út úr flugvélinni og finna ylvolgan hitann, eins og bróðir minn komst svo skemmtilega að orði.
Við ætlum að þessu sinni að ferðast með Hlyn og Gerði. Ég hef góðar væntingar til ferðarinnar en fyrst og fremst er hugsunin að hvíla sig, njóta sólar og góðs félagsskapar.

Þetta er ströndin á Maspalomas þar sem við verðum. Sandurinn þarna er bróðir sandsins hinum megin við sundið, nákvæmlega sami og á Sahara. Við látum vita af okkur á bloggheimum ef við höfum tækifæri til þess.
Annars, hafið það gott meðan við sleikjum sólina suðurfrá.
Canaria here we coooooome

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtið ykkur alveg hrikalega vel úti og njótið þess að hafa það ótrúlega gott og njóta lífsins :)
Miss U already though :) Þín dóttir Eygló

Karlott sagði...

Já góða ferð og njótið ferðarinnar!

Gaman verður að fá að skoða myndir úr ferðinni.

Kveðja,
Karlott