Hún kom hér í heim svo agnarsmá
Í faðmi mömmu fann sig hjá
Með hikandi öðru auga sá
Pabba sinn ofan í sig kjá
Hún óx úr grasi lítið grjón
Lék á flautu fagran tón
Árin sín hún undi vel
Við umhyggju og systraþel
Illa kunni við að þegja
Það var svo margt sem þurfti segja
Nú fullorðinsárum stendur nær
sautján ára yngismær
Bílpróf upp á vasann fær
Okkur öllum er svo kær
Til hamingju með daginn Hrundin mín...!
2 ummæli:
Hvað er þetta með mig??? Ég er farin að skæla alltaf þegar ég les ljóðin þín pabbi. Hvurslags viðkvæmni er þetta í mér. En til hamingju með Hrundina þína. Hún hefur svo sannarlega verið okkur öllum blessun og skemmtiefni. Arnan
Til hamingju enn og aftur með þá yngstu og takk fyrir notalegheitin í gær.
Við Háholtabúarnir nutum okkar vel í góðum félagsskap, smjattandi á gómsætum bitum!
ps. alltaf gaman að lesa mikla sögu setta í sætt lítið ljóð...
Skrifa ummæli