Lítil sposk á svip stendur hún hér í gættinni með fjörlegt blik í augum og horfir svolítið spyrjandi á afa sinn. Hún er ekki að átta sig á að nú er afi hættur að leika og dottinn ofan í tölvuna sína.Við erum að “passa” barnabörn núna svo bærinn er líflegur þessa stundina. Minnir á liðna tíð þegar við vorum sjálf í uppeldishlutverkinu þ.e. ungbarna. Sú litla sem stendur hér er Katrín Tara, ótrúlegur orkubolti sem lætur mann finna að hún sé hérna. Þetta afa og ömmu hlutverk er skemmtilegt.
Í gær vorum við í afmæli Birgis sonar Ástu og Kidda. Ég var í samræðum við einhvern þegar ég finn litla hönd setta á fótinn á mér og hrist. Þetta var Danía Rut komin í gegnum mannþröngina til að heilsa afa sínum, hún vildi athyglina sem hún er vön að fá hjá honum, það gekk í þetta skiptið hjá henni…hm..!
Annars heyrði ég einhvern segja þarna: “merkilegt hvað stórir menn komast ofan í litla vasa” veit ekki alveg hvaða þýðingu ég á að leggja í þetta, því svo var bætt við: “Þær erfa þetta frá mæðrum sínum”. Er maður ekki laukur lengur????
Erla er búin að ráða sig í vinnu hjá endurskoðunarskrifstofu. Hún mun vinna sem bókari þar, sinnir sínum kúnnum, með mjög frjálsan mætingatíma. Þetta hentar henni vel og nýr vinnuveitandi mun sjá að hann datt í lukkupottinn þegar hann réði hana til vinnu, því leitun er að samviskusamari starfskrafti. Launin eru góð svo ég get bara haldið áfram minni iðju, að gera ekki neitt….. nema lesa. Til hamingju með þetta ástin mín.
Annars er tíminn minn núna notaður til lestrarskyldunnar, verð að líta á þetta sem vinnuna mína, ekki dugir að drepast nú þegar svo stutt er orðið í útskrift.
Nú var eldri systirin að koma litlu til hjálpar ”afi þú sagðist ætla að koma bráðum fram..!”
Það er rétt, ég sagðist ætla að setjast aðeins við tölvuna og koma svo bráðum fram aftur…..svo nú er pása…..
…Við fengum okkur banana sem var skipt bróðurlega á milli.
En fleiri voru að bætast í hópinn, börn og eldri í heimsókn. Svo ég held ég fari að ljúka skriftum.
Gerið eins og ég, hafið það gott og njótið lífsins…
2 ummæli:
Þær eru svo miklar rúsínur allar afastelpurnar þínar ;)
Sérstaklega 2 þeirra :D Segi svona :D
Takk fyrir okkur í gær ;) Gaman að koma og æðislegt að þið gátuð hjálpað okkur svona!!!
Þín Íris
Hæ pabbi :) Ekkert smá krúttlegur pistill!!! :) Þær eru alveg yndislegar litlu afastelpurnar þínar.. Hafðu það ávallt rosalega gott :) Þín einasta Eygló
Skrifa ummæli