Það tilkynnist hér með að ég er orðinn lögfræðingur. Lögskipaður í bak og fyrir.
Ég var búinn að segja minni heittelskuðu að ég ætlaði ekki að hafa neitt tilstand.
Það féll í góðan jarðveg .....að mér fannst. Hún sagði mér að stelpurnar langaði til að hafa smá kaffi handa mér eftir útskrift heima hjá Írisi og Karlott. Eg samþykkti það og fannst það vel til fundið. Ég er smátt og smátt að ná málinu aftur því þegar þangað kom var múgur og margmenni þar samankomið. Bílar faldir á nærliggjandi bílastæðum svo ég fattaði ekkert. Ferfalt húrrahróp tók við mér þegar ég gekk í hús.
........Orðlaus er rétt lýsing.
Það eru mín gæði að eiga vini í þessum gæðaflokkki. Vinir eru það sem gefur lífinu gildi. Erla ásamt fleirum höfðu undirbúið svona glæsilega veislu með vinum mínum og vandamönnum.
Þeim tókst að koma mér svona algerlega í opna skjöldu. Þið eruð yndigull öll.
Ég get ekki neitað því að þetta kom við sálina í mér. Að allir þessir skyldu taka sér tíma til að samfagna með mér... segir meira en mörg orð.... takk fyrir mig vinir mínir.
Ekki nóg með það heldur fékk ég flottar gjafir í tilefni dagsins. Takk kærlega fyrir mig.....!
Ég er lukkulegur maður.............. þið fáið öll afslátt af taxta :-)
Er byrjaður að taka niður númer.....
4 ummæli:
-Já bara byrjaður að practisera:)
Gott að vita af lögræðingi í fjölskyldunni sem ekki tekur 15000 -bara fyrir símtalið:)
Hjartans, hjartans hamingjuóskir litli bróðir minn. (-alveg sérstök forréttindi að mega kalla nýja lögfræðinginn "litla bróður":)
-Man nefnilega svo vel eftir þegar ég var að passa litla kútinn með löngu augnahárin, dröslaði þér um allt, berandi þig á mjöðminni því ekki voru kerrur til á bænum.
Mbkv. Sys
Innilega, rosalega mikið til hamingju með árangurinn!! Þú hefur staðið þig alveg svakalega vel!!
Það var svakalega gaman að koma þér svona á óvart í dag, alveg óborganlegt! Gott þú naust þess, áttir þetta vel skilið!!
Hlakka til að hitta ykkur í dag!
Segi bara amen eftir efninu.
Hjartashamingju óskir með með nýja titilinn.
Kveðja
Nanna Þ
Skrifa ummæli