Allavega heldur það vel. Sjálfstæðismenn og framsókn enn í eina sæng. Ég á víst ekki svo mikilla hagsmuna að gæta lengur í borgarmálunum þ.e Reykjavíkurborgarmálunum að það skipti mig jafn miklu máli og það gerði. Þó verð ég að segja að ég fer héðan sáttari með þessa blöndu við stýrið, en þá fráfarandi. Vonandi tekst þeim að afnema okurlóða stefnu R-listans sem fyrst og fara að haga skipulagsmálum af einhverri skynsemi.
Nú eru það borgarmálin í Árborg sem skipta mig meira máli. Ég er reyndar ekki mikið inní málefnum Árborgar enn sem komið er, svo forsendur vantar til að mynda mér skoðun á því hvað best fer þar. Mér leist samt ekkert á vinstri Err blönduna sem virtist í uppsiglingu þar. Það sprakk sem betur fer eins og við mátti búast. Nú eru þeir að stíga í vænginn hver við annan, engir aðrir en sjálfstæðismenn og framsókn.....! Gæti verið gifting í vændum á þeim bæ. Eini vandræðagangurinn er hver á að verða borgarstjóri.
Ég held að Eyþór Arnalds hafi skemmt mikið fyrir sér og flokknum með hittni sinni á staurinn í Reykjavík. Hann komst þó þokkalega frá þessu með því að viðurkenna mistökin.
Annars erum við að fá Óðalið afhent á morgun. Þá þarf að mála og taka aðeins til hendinni við húsið áður en við flytjum þann 11. júní n.k.
Býð hér með til pizzuveislu eftir síðasta kassa í hús .... þeim sem nenna að hjálpa okkur að bera þá.
Það verður lyfta sem ber dótið niður af 3ju hæð í Vesturberginu, en hendur (veit ekki enn hversu margar) sem bera það inn í Óðalið á Ölfusárbökkum.
Núna sit ég í austurherberginu og horfi út um gluggann. Yfir borginni er þykk skýjahula. Beint í austri, út við sjóndeildarhringinn brestur hulan, þar glittir í sólina og hitann..... Selfoss here we come.
Ég er sprækur ...eins og lækur
2 ummæli:
Hjartanlega til hamingju með bæði húsin!!
:D
Your favorit sys :D
Til hamingju með að vera búin að fá húsið! Þetta er glæsilegt og bíður uppá skemmtilega möguleika!
Við familían hjálpum að sjálfsögðu til að bera kassa og borða pitsur eftir á :D Það bara tilheyrir flutningum :D
Sjáumst!
Skrifa ummæli