Átti fund með lögfræðingi í Umhverfisráðuneytinu í dag. Kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hún situr í nefnd sem vinnur að heildarendurskoðun skipulags- og byggingarlaga. Sú var líka ástæða fundarins.
Ég spurði hana í þaula um nýtt frumvarp sem nefndin er að smíða. Aðallega þó um byggingarstjóra og iðnmeistara en það er efnið sem ritgerðin mín fjallar um.
Þetta var fróðleg yfirferð... og skemmtileg.
Það skemmtilegasta var að ég lagði á borð nokkrar hugmyndir sem koma fram í ritgerðinni minni sem ganga svolítið á skjön við það sem haldið er fram í dag. Málefni sem þau hafa ekki verið að skoða, en skipta máli.
Til að gera langt mál stutt þá keypti hún þau rök sem ég var að leggja á borð. Frumvarp til nýrra byggingalaga verður með fingrafari mínu - að líkindum.
1 ummæli:
Það er ekkert annað!! Glæsilegt hjá þér!! Hlakka til að sjá ritgerðina þína tilbúna og lesa yfir hana ;)
Gangi þér vel í prófunum og prófalestrinum!!
Baráttukveðjur
Skrifa ummæli