.....og hitinn með. Í staðinn er komin fjallasýn sem ekki sést í pólsku lofti. Ég hef fylgst með öspunum hér fyrir utan undanfarna daga. Ég hef aldrei séð þær laufgast svona hratt. Allt í einu eru þær orðnar grænar en ekki brúnar lengur.
Ég var svo lukkulegur að hafa fengið Gylfa frænda minn til að klippa fyrir mig á Fitinni, það kann hann betur en flestir. Nú væri ég orðinn of seinn til þess.
Sá það í fréttum að Bush kallinn hefur gaman að veiði. Eftirminnilegasta atvik hans úr forsetatíð sinni er þegar hann veiddi 8 punda Abborrann, skondið að hugsa til þess að ekkert af allri frægðinni og vellystingunum stekkur hærra en einn fiskidráttur......! Hann ætti að prófa að veiða hér á Íslandi, þá myndi hann fatta hvað við erum að tala um. Abborrar eru bara ormétin kvikindi sem lítið er gaman að veiða, hef sjálfur prófað.
Ég er löngu orðinn ær inni í mér af þessu kafsundi í bókaflóði lagafræðanna núna, með sólina og vorið gauðandi á gluggann hjá mér. Er farinn að iða í skinninu að komast úúúút.
Nú er samt alveg að koma að leiðarlokum í skólanum – í bili. Síðasta próf þetta árið er á morgun laugardag.
Réttar þrjár vikur í afhendingu á Ölfusáróðalinu. Svo á ég líka von á tilboði í íbúðina í dag.
Allt að gerast.
1 ummæli:
Hæ pabbi :) Innilega til hamingju með prófalokin í dag! Ég er stolt af því að vera dóttir þín! Þú ert snillingur!! Lov U, þín dóttir Eygló
Skrifa ummæli