miðvikudagur, maí 10, 2006

Lífsspeki

Lífið er stöðuglega að uppfyllast. Ef þú hefur ekki eignast nýtt áhugasvið á einu ári – ef þú hugsar enn eins, byggir á sömu reynslu, bregst alltaf eins við – þá er persónuleiki þinn staðnaður. - Nancy Van Pelt.

Ef svo er, gæti verið ráð að breyta til. Þó ekki væri af annarri ástæðu en eftirfarandi saga kennir: "Lítill fjögurra ára snáði þrýsti nefinu ofan í glerborð í sælgætisverslun. Mamma hans var að flýta sér og sagði: Drífðu þig nú að ákveða þig, láttu konuna fá aurana þína svo við getum farið heim. – En, mamma, sagði strákurinn – ég á bara eina krónu".

Og við eigum bara eitt líf.
Kannski er rétti tíminn núna að yfirvega vandlega hvað við veljum okkur - fyrir næsta áfanga.
Því eins og hún móðir mín segir “ Lífið er allt of stutt”.

Engin ummæli: