Oft er sagt að fréttamiðlar séu fjórða valdið. Það má alveg til sanns vegar færa. Vald þeirra getur verið óhugnanlegt í skjóli ritfrelsis. Ritfrelsið er stjórnarskrárvarinn réttur sem auðvelt er að misnota. Sérstaklega af blaðamönnum sem finnst ekki tiltökumál að matreiða sannleikann eftir eigin smekk.
DV fór oft langt yfir strikið í umfjöllun sinni og uppskar réttláta reiði almennings og sýpur nú seyðið af því. Það er skömm þeirra sem að því stóðu, því frjáls og beittur fréttamiðill sem þekkir sín landamæri getur verið gífurlega góður þjóðfélagsrýnir og í raun nauðsynlegt verkfæri til aðhalds á ýmsum sviðum þjóðfélagsins.
Umfjöllunin verður að vera innan ákveðins ramma, þess að maður er saklaus uns sekt sannast. Þetta er lögreglumál og þarf að meðhöndlast sem slíkt.
En þetta er gott mál.
DV varð ekki stöðvað nema af einum dómstóli. Dómstóll götunnar hefur fellt dóm í málinu. Fjórða valdið í birtingarmynd DV hefur nú verið afhausað.
Þessi andlátsfrétt DV veltir samt upp spurningunni um hvort fjórða valdið sé ekki frekar í höndum neytenda heldur en fréttamiðla. Neytendavaldið er miklu aflmeira en neytandinn sjálfur gerir sér grein fyrir. Ekkert rekstrarlegt líkan gengur til lengdar nema neytendur séu tilbúnir að borga brúsann
Með það í huga mætti t.d. lækka bensínverðið....eða veiðileyfin....eða strætó....eða hækka lægstu laun...!
Meira að segja gæti almenningur afhausað sjálfan Baug, ef honum sýndist svo.... allavega fræðilega!
Neytendur hafa mikinn bitkraft þegar þeir eru sammála um að glefsa.
Njótið helgarinnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli