fimmtudagur, apríl 20, 2006

Það er komið sumar, sól í heiði skín........

Það heilsaði fallega í þetta skiptið. Gleðilegt sumar lesendur góðir.
Ég hef verið í sumarskapi í dag. Það er svo gaman þegar þessi tími rennur í garð. Farfuglarnir eru að koma með ..... flensuna sína.
Þau vöktu athygli mína orð landlæknis, held ég, frekar en yfirdýralæknis að þetta afbrigði fuglaflensu væri búið að vera í tíu ár meðal fugla heimsins. Aldrei orðið faraldur og aldrei breytt sér svo hún smitist milli manna.
Góðar fréttir, en fara ekki hátt. Ég held að við ættum ekki að vera að æðrast yfir þessu fuglakvefi. Við ættum frekar að hafa áhyggjur af einhverju öðru nærtækara.
T.d. virðist sem afskipti Danske Bank og fleiri preláta af þeim stofni, séu að hafa meiri og alvarlegri áhrif á íslenskt samfélag en nokkurn grunaði í byrjun .
Að vísu verður að segjast að íslendingar eru búnir að vera alltof neysluglaðir í góðærinu. Ótrúlegur fjöldi fólks er á kortaspítti þessa dagana og kann ekki leiðina út úr því. Því má segja að það hafi verið réttmætt hjá Den danske að spá timburmönnum.

Ég fékk sumargjöf frá Erlunni minni. Henni líkt. Það var dvd diskur “Veiðilandið” og er um þessa veiðiparadís sem landið okkar er. Ég var friðlaus eftir að hafa horft á hana.
Er að hugsa um að skella mér austur í Brúará í bleikjuna......!
Nei annars kannski ekki fyrr en eftir próf. En freistingin er fyrir hendi skal ég segja þér.
Annars er ég búinn að vera gríðarlega harður við sjálfan mig þessa prófatörn. Setti upp stífa stundatöflu fyrir mánuðinn og hef farið eftir henni nánast bókstaflega. Nokkuð kátur með það bara.
Ritgerðin er á síðustu metrunum. Ég er að skrifa um áhugavert efni sem gaman verður að sjá viðbrögðin við.
Eigið annars góða daga og njótið sumarsins framundan..

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Greinilega fleiri með góðan smekk... mér var gefinn ,,Veiðilandið" dvd diskinn einnig og sátum við þrjú feðginin saman, borðuðum epli og perur og nutum! Dæturnar voru mjög áhugasamar um það sem fyrir augu bar, sérstaklega Katrín Tara... Í hvert skipti sem hún sá fisk hljóðaði hún yfir sig, augun stækkuðu og bent var með litlum putta á ,,óveidda grillmatinn"!
Og ég... ég hugsaði bara, hvenær!

Skil þig vel að veiðihjartað er byrjað að slá hraðar...

Veiðibaráttukveðjur yfir prófunum,

Karlott

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar,
ætla að reyna að skrifa "comment" margbúin að gera það en tölvan mín er eitthvað leiðinleg og leyfir mér bara stundum að "publish'era.
Skoðaði húsið við ána í gær, líst mjög vel á, finnst að vísu áin ógnvænlega nálægt, þið verðið að passa vel barnabörnin þegar þau koma í heimsókn.
-Ætlið þið að vinna í Reykjavík þegar þið eruð flutt? -og hvenær er áætlað að flytja?

Erling.... sagði...

Barnabarnanna verður gætt sem sjáaldurs augna okkar. Við reyndar lítum ána ekkert svo miklu hornauga, Það væri hættulegra að búa við Snorrabrautina ef út í það væri farið. Við fáum slotið við ána afhent 1. júní, þá tekur við málningarvinna áður en flutt verður inn. Ég geri samt ráð fyrir að flytja fyrir miðjan júní.