
Ég er búinn að finna eitt sem ég skoða á hverjum degi. Mér líst rosa vel á það. Það er átta gata, mjög flott. Hægt að grilla marga laxa í einu á því....ef margir koma í heimsókn.
Ég sé mig í anda, grilla og grilla og grilla og grilla og..............grilla.
2 ummæli:
Hahahah, þetta passar nú ekki inní náttúruna hjá Húsinu við ána!! En eflaust gaman að grilla á því ;)
Sem sagt Túrbógrill!
Yrði ekki erfitt að finna munna að metta með svona hraðvirku grilli?
Kannski ekki.... þeim hefur farið bara fjölgandi!
En, spennandi verður það að ,,renna" í hlaðið að Ölfusáróðalinu, taka stöngina úr slíðrinu, festa hina svaðalegu á línuna og svisssss... Einn feitan fínan flottann á grillið! Mmmm gott gott
Gangi þér vel og takk fyrir síðast.
Kveðja, Karlott
Skrifa ummæli