
Þessi helgi færði mér enn sanninn um að fólkið manns eru þau verðmæti sem skipta máli. Samfélag við þá sem manni þykir vænt um er það sem gefur lífinu gildi umfram annað.
Það er óhætt að segja að þessi helgi hafi verið sálarnærandi, þó líkaminn hafi auðvitað ekki verið skilinn útundan, það var hraustlega tekið til matarins sem endranær enda nánast guðlast að sinna því

Ég var óhress með sjálfan mig að skilja veiðistöngina eftir heima, þangað til að ég sá að vatnið var nánast ísilagt. Þessi krappa haustlægð sá þó um að brjóta upp ísinn. Verð sennilega að fara að viðurkenna að veiðitíminn er liðinn þetta árið.
Takk vinir fyrir góða og gefandi samveru.
1 ummæli:
Takk sömuleiðis fyrir samveruna um helgina :) Virkilega góður tími sem við áttum öll saman þarna á Apavatni :) Sjáumst hress sem fyrst :) Þín dóttir, Eygló :)
Skrifa ummæli