Við hjónin fórum bæjarferð í gærkvöldi. Kótelettukvöld Samhjálpar var tilefnið. Í ljós kom að þetta var hin besta skemmtun og maturinn gamaldags steiktar kótelettur á gamla mátann, veltar upp úr raspi og etnar með soðnum kartöflum og bræddri feiti.
Verður að segjast eins og er að maturinn bragðaðist vel eins og við mátti búast af kótelettum.
Listamenn stigu á stokk. Jón Gnarr velti upp fyndnum hugsunum sínum og tókst að gera fornsögurnar, þegar menn vógu menn og annan að fyndnum uppákomum. Hann líkti húmor við söng. Samlíkingin ágæt en mér finnst húmor samt frekar eins og matur sbr. t.d. fornsögurnar, það er ekki sama hvernig hráefnið er matreitt, útkoman getur verið gjörólík.
Halli nokkur Reynis steig líka á stokk, trúbador sem tók nokkur lög. Fannst hann góður, ekki síst textarnir. Ég held ég kaupi diskinn hans en hann er víst búinn að gefa út geisladisk með lögum eftir sjálfan sig.
Eddi söng svo líka. Hann er orðinn virkilega góður söngvari strákurinn og verð ég að segja að þeir eru ekki margir karlsöngvararnir sem standa honum jafnfætis.. thakk fyrir....!
Fleira var á dagskrá s.s. málverkauppboð og auðvitað ræður.
Við hjónin skemmtum okkur vel. Kvöldið var gott og tókst vel í alla staði.
Takk fyrir okkur.
1 ummæli:
Verði ykkur að góðu! :)
Skrifa ummæli