bylur á okkur þessa dagana. Nú nálgast kosningar og pólitíkusar gerast sýnilegri. Loforð um hitt og þetta sem þeir halda að lokki atkvæði úr hugarfylgsnum kjósenda er mottóið í dag, hvað sem um efndirnar verður, enda er það síðari tíma vandamál eins og oft hefur sýnt sig og kannski ekki frágangssök þó eitthvað vanti upp á.
Skoðanakannanir sýna nú það sem blasti við sæmilega skynugu fólki að Samfylkingin átti ekki von með stóryrta Ingibjörgu á stýrinu. Stóru mistökin þeirra voru að skipta um kallinn í brúnni. Ég er viss um að staða þeirra væri önnur ef Össur hefði verið látinn í friði.
Pólitík snýst um “trú” og slóð Ingibjargar er akkilesarhæll Samfylkingarinnar. Má segja að ef Halldór var að grafa gröf Framsóknar og þurfti að hætta þess vegna, þá er Ingibjörg tilbúin með holu Samfylkingarinnar og ætti að hafa vit á að draga sig í hlé eins og hann. Fólk kýs það sem er trúverðugt.
Það má Steingrímur græni eiga að hann baðar sig uppúr trúverðugleika. Og er að uppskera eftir því. Oft réttsýnn og alltaf sannfærandi. Þyrfti bara aðeins að pússa af honum nokkur smáhorn til að ég kysi hann og hans slekti. Of afturhaldssamur samt á landsins gæði. Hann virðist halda að þjóðin lifi á fjallasýn einni saman.
Frjálslyndi er afar ósannfærandi flokkur.
Íslandshreyfingin getur fengið nokkuð fylgi, það eru svo margir sem vilja ekki nýta auðlindir landsins. Það á bara að horfa á gullæðarnar á Íslandi, ekki nýta þær. Ég hef sjálfur farið víða um hálendið og séð virkjanirnar þar. Þar sem áður voru svartar auðnir er nú gróið land. Þúsundir hektara sem Landsvirkjun hefur grætt upp af örfoka landi. Þetta er bara staðreynd sem blasir við þeim sem um landið fara með opin augun.
Framsókn er svona, jæja.... Jón kemur samt sterkur inn á hliðarlínuna eins og einhver sagði. Þeir töldu sig vera að sækja styrk í trúfélag, við mikinn fögnuð forkólfa trúfélagsins en illu heilli fyrir fylgi flokksins hjá almenningi, enda trúariðkun og pólitík eins og olía og vatn.
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og kletturinn í hafinu. Baðar sig í góðum ávöxtum undanfarinna ára og siglir seglum þöndum. Trúverðugleikinn uppmálaður enda endar x-ið mitt gjarnan við nafn þeirra. Það var jú einu sinni D fyrir Drottinn.
Kosningarnar verða forvitnilegar þetta árið og ekki á vísan að róa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli