Það er þannig í stórum fjölskyldum að afmælin koma oftar en í litlum. Eygló og Arna eru 26 ára í dag. Ótrúlegt en satt. Tíminn líður svona hratt. Þegar litið er til baka yfir farinn veg er svo stutt síðan þær litu sinn fyrsta dag með fjögurra mínútna millibili.
Þær eru dugnaðurinn uppmálaður eins og mamma þeirra. Okkur til sóma. Til hamingju með daginn elskurnar mínar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli