Nú er sem sé komið að punkti sögunnar.
Mér var fært alvöru páskaegg á páskadagsmorgun. Dæturnar höfðu lagt á sig það erfiða verkefni að búa til
Það verð ég að segja að ég hef ekki smakkað betra páskaegg síðan ég var snáði og ekki flottara heldur.
Það svignaði undan eigin þunga svo botninn datt af enda gert úr alvöru súkkulaði en ekki einhverjum glerhörðum kakómassa.
Ég læt fylgja mynd af því áður og eftir að ég gerði því hraustleg skil. Mér fannst hugurinn á bak við samt fallegastur og lang bragðbestur.
Takk yndislegastar.
2 ummæli:
Mikið óskaplega var nú gaman að gleðja þig svona :) Höfum talað um að gera svona egg í mörg ár en aldrei látið verða af því fyrr en núna! Gott að þér líkaði það :) Enda brjálað flott! Þú ert besti pabbinn í heiminum:) Þín uppáhalds Eygló dóttir ;)
Gaman að þú fékkst svona flott egg! Rosalega flott!
Og takk fyrir okkur á páskadag. Var svaka gaman að koma til ykkar!!!
Þín Íris
Skrifa ummæli