laugardagur, apríl 14, 2007

Pólitíska landslagið

Þjóðin er ekki vitlaus. Greinilega eru allt of margir með hausinn í lagi fyrir vinstra sullið sem dælt er yfir okkur núna. Skoðanakannanir gefa ákveðna vitneskju um ástandið hér úti á markaðnum. Ef fram fer sem horfir kemst vinstri stjórn ekki að eftir kosningar.
Það væri vel.

Ingibjörg snýst eins og vindhani í íslenskum umhleypingum í kringum hugmyndafræði Samfylkingarinnar meðan fleiri og fleiri brosa út í annað og sannfærast að þessu fólki er ekki hægt að hleypa í bílstjórasætið. Tjái hún sig sem mest, því fylgið virðist hrynja í réttu hlutfalli við það.
Vinstri grænum er líka að fatast flugið. Líklega stóriðjustefnan þeirra. Fólk er almennt ekki asnar.
Frjálslyndir eru ekki búnir að fatta ennþá að við erum hluti af stærri heild og höfum ekki lyklavöldin að fullveldi okkar lengur. Það er margt sem er ákveðið fyrir okkur úti í Brussel. Frjáls för launafólks innan ESB er það sem við búum við og punktur. Meðan atvinnu er að fá getum við ekki stemmt stigu við aðsókn fólks innan ESB á íslanskan markað. Jón Magnússon ætti að vita þetta.
Ómar ætti að halda áfram að vera grínari.... eða er hann kannski bara að grínast. Kannski er Íslandshreyfingin eins og “Hellisbúinn” sprenghlægileg kómedía.

Íslendingar sem horfa á þennan vinstri hræring allan sjá auðvitað hverslags rútubílstjórar eru þarna á ferðinni og hvar það ferðalag myndi enda.
Krossa mig á bak og brjóst við tilhugsunina.

Er nema von að hægri flokkarnir haldi velli?

Njótið helgarinnar.

5 ummæli:

Íris sagði...

Þetta er bara með þeim betri pistlum ;)
Skemmtileg lesning!!!
Er algjörlega búin að sjúga í mig alla þá visku varðandi EB rétt og hvað við höfum hleypt inn í landið okkar. Ekki hafði ég hugmynd um að landið væri svona opið en það er það algjörlega.
Hafðu það næs ;)
Þín Íris

Nafnlaus sagði...

Sammmála með blessaðan grínarann sem er kominn í framboð...
Finnst hann
hálfbrjóstumkennanlegur þegar hann kemur fram í þessum tilgangi, hann sem er vanur því að allir séu viðhlæjendur hans....
Greyjið...

annars...
Gleðilegt sumar:)
Sys

Nafnlaus sagði...

Eftir þessa upptalningu staldrar maður við síðustu setninguna. Framsókn er miðjuflokkur og biðlar til beggja átta eftir þörfum. Er nema einn hægri flokkur?

Það er eins og með Drottin ... ;-)

Nafnlaus sagði...

Þetta átti nú ekki að vera nafnlaust, fyrirgefðu. Ég er alveg á móti því.

Erling.... sagði...

Jú auðvitað hárrétt!
Það flautar í framsóknarrörinu það er svo galopið í báða enda.
E