...eins og við er að búast. Ég var að koma úr ferð inn á Uxahryggi. Enn að vinna aðeins fyrir Hjalla bróðir. Það er fallegt á fjöllum því verður ekki neitað. Skjaldbreið, Kvígindisfell og Botnsúlur kölluðust á í góðviðrinu. Það er þessi einstæða fjallakyrrð sem hefur svo róandi áhrif á sálartetrið sem er svo góð.
Þórisvatn er handan hornsins. Þar er fjallakyrrðin áþreifanleg, einstök í þessari svörtu auðn. Það er rétt vika þangað til við förum í frændaferðina, ég, Rúnar, Gylfi, Heiðar og Hlynur.
Þessi ferð verður góð ef að líkum lætur. Í fyrra var þetta einskonar óður til fortíðar. Við vorum nefnilega allir leikfélagar þegar við vorum snáðar. Stóru og litlu strákarnir.
Þeir litlu voru reyndar miklir nördar í augum okkar stóru, eltu okkur á röndum og létu okkur fullorðna fólkið aldrei í friði.
Þeir elta okkur enn. En í dag erum við allir jafnaldrar og munurinn vart sjáanlegur.
Ég hlakka til samfélagsins við þá .......og að halda áfram að kenna þeim undirstöðuatriði veiðinnar og sjá þá ná betri og betri tökum á þessu, já já.
Hér var mikið skvísupartý þegar ég kom heim. Kvennópíur, fjórar skólasystur Erlu, Helga, Elínborg, kölluð Ella, Guðrún og Selma komu hér í heimsókn í húsið við ána. Þær virðast alltaf skemmta sér vel þegar þær hittast, enda alltaf verið vinkonur. Það er gott þegar vinabönd halda þótt fólk fjarlægist með árunum.
Lífið snýst nefnilega um fólk og vináttan er eitt það mikilvægasta sem við eignumst á lífsleiðinni. Hún er alvöruhlutur sem skiptir meira máli en flest annað þegar öllu er á botninn hvolft.
Það er mikið að snúast hjá mér þessa dagana. Ég er að bæta við Pólverjum hjá Lexor. Starfsemin vex þéttingsfast, bæði í byggingunum og lögfræðinni.
Ekkert nema gott mál.
4 ummæli:
Gott hjá ykkur frændunum að fara árlega saman í veiðiferð í Þórisvatn :) Örugglega stórskemmtilegt hjá ykkur "Stóru og litlu strákunum" Flott líka að Lexor gengur svona vel :) :) Hafðu það gott og við sjáumst súper hress! Þín uppáhalds Eygló dóttir
Hva????? Á ekkert að skrifa um veiðiferðina, t.d. hver fékk fyrstu fiskana (í fleirtölu), hver þóttist hafa misst EINN þegar hann örvæntingarfullur horfði á frænda sinn draga hvern fiskinn á fætur öðrum..... o.s.frv.
:)
Alltaf gaman að sjá nemendur sýna framför. Það er minnkandi munur, bara 50% núna en nær hundraðinu í fyrra, og árin á undan.
Ferðasagan ásamt fleiru er á leiðinni.
JÆJA! Við viljum fara að sjá nýja færslu takk fyrir ;) Þínar uppáhalds: Eygló og Arna
Skrifa ummæli