Þær fréttir hef ég að færa hér að lítill drengur er fæddur inní okkar ört stækkandi fjölskyldu. Það markar tímamót að drengur fæðist en 9 stúlkur höfðu komið í röð.
Tölfræðin segir að líkurnar á að enn fæddist stúlka væri orðin yfir einn á móti þúsund þótt auðvitað séu líkurnar alltaf 50% við hverja fæðingu.
Afinn er sérlega stoltur því honum veittist sá einstæði heiður að barnið heitir í höfuðið á honum. Hann heitir Erling Elí Karlottsson.
Og það verð ég að segja að meiri heiður hefur mér ekki hlotnast á minni löngu ævi.
Ég er þakklátur maður fyrir þá auðlegð sem mér er færð og finn mig lítils verðugan slíkra gjafa.
Stóru systur lítla bróður voru hjá afanum og ömmunni í dag og fóru með okkur áðan að kíkja á nýja snáðann. Hann er kröftugur og myndarlegur og sver sig í ættina með sóma.
Eins og ég hef sagt ykkur áður, við Erla erum rík.... moldrík.
5 ummæli:
Kæri vinur. Innilega til hamingju með afastrákinn. Það er rétt að þú ert moldríkur maður!!! Kær kveðja. Teddi.
Sæll frændi. Hjartanlega til hamingju með nafnann og ríkidæmið.
Þið eruð lukkunnar pamfílar.
Kveðja úr Mosó
Elsku Erling
Til hamingju með Guðsgjöfina og nafnann. Það er yndislegt að "erfðaprinsinn" er fæddur ;-)
Guð geymi ykkur öll og njóttu þíns ríkidæmis.
Sirrý litla þarfagreinir
Hjartanlegar hamingjuóskir til ykkar allra.
Gerða sys
-EKTA ríkidæmi:)
Það tókst í 10undu tilraun, innilega til hamingju með STRÁKINN!!
Kveðja, Heiðar
Skrifa ummæli