Sú manneskja sem ég met mest og virði og dái, kom í þennan heim fyrir 48 árum síðan. Henni var ætlað það hlutverk að verða lífsförunautur minn. Skaparanum hugnaðist að velja mér frábæra konu sem auðvelt yrði að elska og sem dekraði mig meira en ég hmmm.... kannski hef alltaf haft gott af. Hún er besta móðir sem ég veit um og amma líka.
Hér er hún við pönnukökubakstur og tvær litlar ömmustelpur að fylgjast með.
Til hamingju með daginn elskan mín, ég hlakka til áranna með þér framundan og vona að Guð gefi okkur þau mörg, og að við getum gengið í sama góða taktinum þangað til sólin okkar sest.........
3 ummæli:
Til hamingju með hana mömmu, hún er sko gullmoli!!
Elska þig (og já ykkur bæði) alveg milljón, hlakka til að eiga skemmtilegt kvöld í kvöld, það verður svaka partý:)
-Hrund
Tengdapabbi, þú ert svo sannarlega blessaður maður!
Til hamingju með eiginkonuna :)
Karlott
Til hamingju með mömmu í gær :) og það er alveg augljóst að ykkur tveimur var ætlað að vera saman ;)
Sjáumst vonandi sem fyrst!
Þín Íris
Skrifa ummæli