fimmtudagur, janúar 10, 2008

Átti gæðastund....

....með dætrum mínum á kaffihúsi í gærkvöldi. Síðustu tvö árin hef ég farið með þeim á kaffihús á aðventunni. Veikindi settu strik í reikninginn þessa aðventuna svo við frestuðum því fram á nýárið. Ég nýt þess að fara með þeim. Þær eru svo stór hluti af sjálfum mér og tilverunni, allir foreldrar vita hvað ég er að tala um hér.....
Litli nafni minn var með í för þetta árið enda svo lítill að hann þarf nærveru mömmu sinnar til að næra sig.
Við skemmtum okkur vel að vanda og rifjuðum upp gamlar góðar minningar frá uppvaxtarárum þeirra. T.d. skemmtum við okkur vel yfir minningunni um gamlárskvöld eitt þegar ég ætlaði að fara að hafa mig til á brennu þegar heyrðist í þeim í kór “ verðum við að fara með þér pabbi”. Ég missti andlitið því ég var búinn að fara í mörg ár með þær á brennu, trúandi að ég væri að gera þetta fyrir ÞÆR en ekki MIG.
Þarna hættu áramótabrennuferðirnar okkar.......
Þriðja árið sem við förum saman á kaffihús og löngu hefðað eins og við er að búast hjá okkur.
Takk fyrir gefandi samveru gullin mín....

Við Erla erum að hafa okkur af stað í kofann okkar. Við ákváðum að taka tveggja daga frí og dvelja þar í rólegheitum. Hansi setti hitann á fyrir mig í gær svo við ættum að koma að heitu húsi.... Myndavélin verður með í för svo kannski verður bætt við myndasíðuna eftir helgina.
Hlakka til að eyða þessum tíma með besta vini mínum og sálufélaga.

Njótið daganna þeir eru góðir......

2 ummæli:

Eygló sagði...

Okkur fannst þetta ekki síður skemmtilegt og notalegt en þér :) Mjög skemmtileg hefð að fara svona á kaffihús systurnar og pabbinn! Takk sömuleiðis fyrir samveruna, ég naut stundarinnar í botn :) og það var bara gaman að hafa Erling Elí sætabaun með! Þín næstelsta dóttir, Eygló :)

Íris sagði...

Já, alveg sammála! Þetta er alveg frábær hefð hjá okkur. Svoo gaman að hittast svona og fá sér heitt súkkulaði og mikið svakalega var þetta gott núna! Jömmí!! Kannski af því maður er að hætta í sykrinum og óhollustunni þá varð þetta kannski extra gott! En já, mjög skemmtilegt og Erling Elí fannst líka voða gaman að fá að koma með :)
Sjáumst!
Þín Íris